Er búin að vera veik heima í viku. Hef brallað ýmislegt eins og lesið Harry Potter og glímt gríðarlega við Photo Shop, brennt geisladiska og gert hulstur og límmiða á þá. Sá líka myndirnar Identity og Old School og mæli hiklaust með þeim báðum, með formerkinu FORTE. Er líka búin að horfa á fyrstu fjórar spólurnar af 24 (sería 2) og ég verð að segja að ég varð fyrir smá vonbrigðum. Jú, jú, skemmtanagildið er það sama og í fyrri seríunni, en hugmyndin er einungis orðin pínu slitin. Mér finnst líka atburðarásin teygð aðeins of langt út á ystu nöf.
Ég er búin að taka til í öllum hirslum heimilisins og setja allt í box og möppur og merkja skilmerkilega. Svo þið sjáið að ég hef haft nóg að gera. Ég fór líka í IKEA og sá draumasófann minn og keypti nokkur pottablóm til að gera heimilislegra hjá mér. Það er skrítið, núna þegar ég er að reyna að kaupa íbúðina sem ég er í, finnst mér ég allt í einu eiga þar heima og geri allt til að reyna að gera íbúðina persónulegri, til dæmis með blómum og myndum á veggina. Ég á mér stóra drauma um nýja glæsilega eldhúsinnréttingu líka, en hún verður að bíða betri tíma.
Þið sem mælduð með því að ég læsi Harry Potter - danke. Heljar góð reið. Mér finnst líka skemmtilega gaman að bera lýsingar bókarinnar saman við kvikmyndirnar. Framleiðendur þeirra hafa lagt ansi mikið á sig við að gera Harry Potter heiminn myndrænan. Þeir fylgja til dæmis öllum lýsingum, útliti og atgervi persóna svo vel að vellíðunarstraumar fara um mig. Er bara búin með 120 bls. af þriðju bókinni en mér finnst samt svolítið mikið um endurtekningar. Maður þarf ekki að vera búin að lesa bækurnar á undan eða sjá myndirnar, allt sem áður hefur komið fram og kemur aftur við sögu er útskýrt til hlítar. Það pirrar mig svolítið því það hægir á annars góðri lesningu.
Er að hugsa um að kaupa mér stafræna myndavél, á verðbilinu 15 - 20 þúsund. Með hverju mælið þið?
Ég er búin að taka til í öllum hirslum heimilisins og setja allt í box og möppur og merkja skilmerkilega. Svo þið sjáið að ég hef haft nóg að gera. Ég fór líka í IKEA og sá draumasófann minn og keypti nokkur pottablóm til að gera heimilislegra hjá mér. Það er skrítið, núna þegar ég er að reyna að kaupa íbúðina sem ég er í, finnst mér ég allt í einu eiga þar heima og geri allt til að reyna að gera íbúðina persónulegri, til dæmis með blómum og myndum á veggina. Ég á mér stóra drauma um nýja glæsilega eldhúsinnréttingu líka, en hún verður að bíða betri tíma.



Þið sem mælduð með því að ég læsi Harry Potter - danke. Heljar góð reið. Mér finnst líka skemmtilega gaman að bera lýsingar bókarinnar saman við kvikmyndirnar. Framleiðendur þeirra hafa lagt ansi mikið á sig við að gera Harry Potter heiminn myndrænan. Þeir fylgja til dæmis öllum lýsingum, útliti og atgervi persóna svo vel að vellíðunarstraumar fara um mig. Er bara búin með 120 bls. af þriðju bókinni en mér finnst samt svolítið mikið um endurtekningar. Maður þarf ekki að vera búin að lesa bækurnar á undan eða sjá myndirnar, allt sem áður hefur komið fram og kemur aftur við sögu er útskýrt til hlítar. Það pirrar mig svolítið því það hægir á annars góðri lesningu.
Er að hugsa um að kaupa mér stafræna myndavél, á verðbilinu 15 - 20 þúsund. Með hverju mælið þið?