
sunnudagur, september 28, 2003
Geðraskanir barna og unglinga!
Endilega takið þátt í þessari undirskriftasöfnun. Verulega gott og þarft málefni.
Endilega takið þátt í þessari undirskriftasöfnun. Verulega gott og þarft málefni.
Ég var víst ekki komin í helgarfrí en hvað um það. Ég fór í bíó í gær að sjá Bad Boys II með Inger og okkur líkaði svo vel að við þræddum videóleigurnar eftir á til að reyna að komast yfir fyrri myndina en án árangurs, hún var alls staðar í útleigu. En við fundum okkur aðra svipaða mynd og héldum áfram að lengja líf okkar með hlátri langt fram á nótt :) Alla helgina er ég búin að vera að berjast við að skrifa ritgerð og mér hefur ekkert gengið fyrr en ég kom heim í nótt, þá einhvern veginn kom andagiftin yfir mig og ég held bara að þetta sé allt að koma hjá mér. Ég held því að minnsta kosti fram þar til ég hef lesið afrakstur næturinnar aftur yfir!
föstudagur, september 26, 2003
Jæja, þá er bara klukkutími eftir af þessari strembnu vinnuviku hjá mér (vona ég!). Ætla samt að þræla mér í heimalærdómnum um helgina og kannski fara í bíó. Furðuleg tilhugsun að þetta sé jafnvel síðasta næturvaktin á ferli mínum. Annars er ekkert títt að frétta af mér. Vona að þið njótið helgarinnar :)
Læt hér fljóta með skondna speki sem ég hef áður vitnað í úr ástarbiblíu Adams:
6) Thou shalt be in control and shalt be decisive. All ladies like a man to be in control. In this age of the "New Man" many men have forgotten this rule. But ask your grandad. He knows this rule. The mistake is to confuse being in control with forgetting to consider a lady's feelings. A lady likes to know you are thinking about what she wants, even when you want something entirely different. If you want to force your lady to do something she does not want to, then simply say in a firm voice "No, listen. It'll be fun!" She will then be excited at your command. She will understand that you are considering what she wants, but that you know better and she will be relieved at the thought of not having to make any decisions herself. Ladies' brains are designed to be loving towards babies and small mammals and not for making quick decisions.
Svo smá fyrir þá sem ætla að fá sér bjór um helgina:
- You drink to make other people appear cool enough to hang out with you.
- You recognize that vomiting is just the body’s way of making room for another round.
og reglur til að fara eftir:
- Buying a strange woman a drink is still cool. Buying all her drinks is dumb.
- If you offer to buy a woman a drink and she refuses, she does not like you.
- If you offer to buy a woman a drink and she accepts, she still might not like you.
- Learn to appreciate hangovers. If it was all good times every jackass would be doing it.
- Being drunk is feeling sophisticated without being able to say it.
- After three drinks, you will forget a woman's name two seconds after she tells you. The rest of the night you will call her “baby” or “darling”.
- Never lie in a bar. You may, however, grossly exaggerate and lean.
- If there is ever any confusion, the fuller beer is yours.
- You will forget everyone of of these rules by your fifth drink.
Læt hér fljóta með skondna speki sem ég hef áður vitnað í úr ástarbiblíu Adams:
6) Thou shalt be in control and shalt be decisive. All ladies like a man to be in control. In this age of the "New Man" many men have forgotten this rule. But ask your grandad. He knows this rule. The mistake is to confuse being in control with forgetting to consider a lady's feelings. A lady likes to know you are thinking about what she wants, even when you want something entirely different. If you want to force your lady to do something she does not want to, then simply say in a firm voice "No, listen. It'll be fun!" She will then be excited at your command. She will understand that you are considering what she wants, but that you know better and she will be relieved at the thought of not having to make any decisions herself. Ladies' brains are designed to be loving towards babies and small mammals and not for making quick decisions.
Svo smá fyrir þá sem ætla að fá sér bjór um helgina:
- You drink to make other people appear cool enough to hang out with you.
- You recognize that vomiting is just the body’s way of making room for another round.
og reglur til að fara eftir:
- Buying a strange woman a drink is still cool. Buying all her drinks is dumb.
- If you offer to buy a woman a drink and she refuses, she does not like you.
- If you offer to buy a woman a drink and she accepts, she still might not like you.
- Learn to appreciate hangovers. If it was all good times every jackass would be doing it.
- Being drunk is feeling sophisticated without being able to say it.
- After three drinks, you will forget a woman's name two seconds after she tells you. The rest of the night you will call her “baby” or “darling”.
- Never lie in a bar. You may, however, grossly exaggerate and lean.
- If there is ever any confusion, the fuller beer is yours.
- You will forget everyone of of these rules by your fifth drink.
miðvikudagur, september 24, 2003
Morgunstund gefur gull í mund!
- All those who believe in psychokinesis raise my hand.
- When I'm not in my right mind, my left mind gets pretty crowded.
- The problem with the gene pool is that there is no lifeguard.
- I'd kill for a Nobel Peace Prize.
- All those who believe in psychokinesis raise my hand.
- When I'm not in my right mind, my left mind gets pretty crowded.
- The problem with the gene pool is that there is no lifeguard.
- I'd kill for a Nobel Peace Prize.

Úff, það er allt of mikið að gera hjá mér í þessari viku. Næturvakt, skóli og íbúðarmál. Var að mæta í vinnuna, nýskriðin úr bælinu og er algjörlega úti á þekju og með kuldahroll í þokkabót. Já það tekur á að vera í skólanum til þrjú eftir næturvakt. En það eru bara aumingjar sem kvarta :)
Ég fékk bók sem ég er mjög spennt fyrir í afmælisgjöf og mig dauðlangar að lesa hana strax en það verður víst að bíða betri tíma þegar heimanámið róast (líklega verður það ekki fyrr en í jólafríinu) en það er alltaf ganan að eiga gott í vændum. Bókin heitir Spútnik ástin og er eftir Murakami. Þann hinn sama og var eitt aðalnúmerið á bókmenntahátíðinni. Reyndar er bókahillan mín troðfull af spennandi bókum sem ég á eftir að lesa. Núna sé ég eftir því að hafa ekki verið enn duglegri að lesa í sumar. Það virðist vera að eftir því sem maður les meira þá opnast sífellt fleirri víddir og maður finnur endalaust margar spennandi bækur sem maður hefur ekki lesið. Það er kvöðin við að vera í bókmenntafræði, svangur vill alltaf meira en hann torgar aðeins örlitlu :)
mánudagur, september 22, 2003
Raunamæddur mánudagsmorgun!
Sú svarta staðreynd að ég er að vinna öll föstudagskvöld til 22 og kemst því að öllu jöfnu ekki í vísindaferðir beit mig í skottið nú í morgunsárið. Það verður víst ekki á allt kosið í þessum heimi en hver veit nema ég geti tekið mér frí í stakt skipti og notið mín með allsgáðum samnemendum. Það er heldur ekki hlaupið að því að skemmta sér í góðra vina hópi á föstudögum eftir vinnu þar sem megnið af vinum mínum mætir samviskusamlega í vísindaferðir þann vikudag og eru því komnir úr góða gírnum þegar ég loksins hitti þá. Já það er erfitt að vera súrkás. Annars var þetta mjög góð helgi. Ég át á mig gat af ljúffengum mat þrjú kvöld í röð og þess á milli dormaði ég í sófanum heima yfir bókum. Hið ljúfa líf gerist vart betra en þetta.
Sú svarta staðreynd að ég er að vinna öll föstudagskvöld til 22 og kemst því að öllu jöfnu ekki í vísindaferðir beit mig í skottið nú í morgunsárið. Það verður víst ekki á allt kosið í þessum heimi en hver veit nema ég geti tekið mér frí í stakt skipti og notið mín með allsgáðum samnemendum. Það er heldur ekki hlaupið að því að skemmta sér í góðra vina hópi á föstudögum eftir vinnu þar sem megnið af vinum mínum mætir samviskusamlega í vísindaferðir þann vikudag og eru því komnir úr góða gírnum þegar ég loksins hitti þá. Já það er erfitt að vera súrkás. Annars var þetta mjög góð helgi. Ég át á mig gat af ljúffengum mat þrjú kvöld í röð og þess á milli dormaði ég í sófanum heima yfir bókum. Hið ljúfa líf gerist vart betra en þetta.
föstudagur, september 19, 2003

Jæja þá er helgin að skella á með bongóblíðu því ég er að fara út að borða á Grillið í kvöld, nammi namm. Vín og góður matur, ljúft kvöld í vændum.
Ég er langt komin með Tímaþjóf Steinunnar Sigurðardóttur og verð að segja að mér líkar stórvel. Ég held að þessi bók fái fullt hús stiga hjá mér. Ljóðræn ástarsorgarsaga með svörtum húmor. Hrein snilld.
"Að verða eftir í orrustu á ástarvelli eru stærstu mistök sem mannleg vera getur gert og þó getur hún gert mörg mistök."
"Fjötur ástarinnar er andlausari en lík og ófríðari en hertur þorskshaus."
"Þú ert ekki maður heldur mý í buxum."
fimmtudagur, september 18, 2003
MR-ingar tolleruðu í dag í kuldanum. Það minnti mig á mína stund í toga á skólalóðinni því þá var nefnilega álíka veður og er í dag. Skítakuldi og bítandi vindur. Ég man að ýmsir líkamshlutar komu ekki vel út úr þeim degi svo sem eins og geirvörtur sem voru harðar í margar klukkustundir á eftir og eitthvað var líkaminn lengi að ná í sig varma að nýju eftir átökin. Minn árgangur var nýkominn heim frá Ibiza þar sem við spókuðum okkur einnig um í laki á sérstöku toga-kvöldi en veðurfarið var töluvert tempraðra. Those were the days :)
miðvikudagur, september 17, 2003

Jæja þá eru vinnumálin komin á hreint. Frá og með 1. október verð ég að vinna frá 16-22 alla virka daga. Það þýðir að ég kemst í bíó klukkan 10 en fæ bara kvöldmat um helgar. En ég er nokkuð sátt við þetta því nú hef ég gott svigrúm til að stunda námið mitt. Það er líka betra að hafa allt á hreinu og velkjast ekki endalaust í vafa.
Hér er svo smá skemmtileg slóð að skoða. Þetta er fyrsta verkefnið hans Harðar í Listaháskólanum um fyrstu reynslu karlmanna. Nokkuð gott. Annars veit ég ekki hvort ég megi linka á þetta, en Hö just shout out ef þú villt að ég taki slóðina úr umferð.
mánudagur, september 15, 2003
Jæja þá er helgin um garð gengin. Af viðburðum hennar ber hæðst laugardagskvöldið er ég sótti vini heim og horfði á boxið á Sýn. Það var nú magnað, fyrir það fyrsta þar sem ég er algjörlega á móti ofbeldi og box er afar heimskulegt ofbeldi og í annan stað þá sváfu gestgjafar mínir vært mest allan tímann sem boxið stóð yfir.
Það virðist vera að flestir á mínu reki séu heilaþvegnir af giftingum, barneignum og íbúðarkaupum. Líklega er það aldurinn. Ég ætla ekkert að hafa mikið fleiri orð um það önnur en þau að íbúðarkaup eru eina málefnið á dagskrá hjá mér. Ég er ekki trúuð svo ég efast um að ég giftist í kirkju í hvítum kjól og öðru tilheyrandi. Að gera það finnst mér hræsni. En ég heyrði um helgina að brúðkaup kostaði ekki undir milljón. Það er ekkert smá fyrirtæki þar á ferð.
Á laugardaginn fór ég líka í bíó með Herði og sá The Italian Job og líkaði vel. Þrusu góð mynd. Maður finnur það á köflum að verið er að endurgera gamla mynd en það er vel gert og allir skila sínu með ágætum. Nóg af góðum senum. Mæli með henni.
Það virðist vera að flestir á mínu reki séu heilaþvegnir af giftingum, barneignum og íbúðarkaupum. Líklega er það aldurinn. Ég ætla ekkert að hafa mikið fleiri orð um það önnur en þau að íbúðarkaup eru eina málefnið á dagskrá hjá mér. Ég er ekki trúuð svo ég efast um að ég giftist í kirkju í hvítum kjól og öðru tilheyrandi. Að gera það finnst mér hræsni. En ég heyrði um helgina að brúðkaup kostaði ekki undir milljón. Það er ekkert smá fyrirtæki þar á ferð.
Á laugardaginn fór ég líka í bíó með Herði og sá The Italian Job og líkaði vel. Þrusu góð mynd. Maður finnur það á köflum að verið er að endurgera gamla mynd en það er vel gert og allir skila sínu með ágætum. Nóg af góðum senum. Mæli með henni.
föstudagur, september 12, 2003
Óli Njáll og félagar hans hafa verið spriklandi á Háskólatúninu síðustu daga í fótbolta-deildakeppni Háskólans og minna mig einna helst á Harry Potter boltaleikinn. Litadýrð treyjanna er þvílík og kapp manna ekki minna en í kvikmyndunum. Kári tók sinn þátt í keppninni með roki og rigningu og tapaði sér aðeins í ærslunum þegar hann feykti upp aðaldyrum Háskólans með þeim afleiðingum að glerið í innri dyrunum mölbrotnaði með miklum hvelli. Gott má heita að engan hafi sakað.
Ég verð nú bara að segja það að Skonrokk kemur sterkt inn á útvarpssviðið. Held að það slái meira að segja Radíó Reykjavík út. Það er kannski svolítið til í því sem einn kunningi minn segir að RR sé frekar sveitt stöð. Alla vega er gaman af þessari grósku í útvarpsmálum. Núna eru allt í einu komnar 4 stöðvar sem ég get hlustað á og hoppað á milli en áður var ég aðallega í heimabrugguðu efni eða þögninni
Ég verð nú bara að segja það að Skonrokk kemur sterkt inn á útvarpssviðið. Held að það slái meira að segja Radíó Reykjavík út. Það er kannski svolítið til í því sem einn kunningi minn segir að RR sé frekar sveitt stöð. Alla vega er gaman af þessari grósku í útvarpsmálum. Núna eru allt í einu komnar 4 stöðvar sem ég get hlustað á og hoppað á milli en áður var ég aðallega í heimabrugguðu efni eða þögninni
miðvikudagur, september 10, 2003

There is nothing that matters, and even that does not matter much :) brillíant speki. Hún kemur úr bókinni Lilian's Story sem ég er að lesa í jaðarbókmenntaáfanganum. Skrítin saga, um tilvistakreppu þeirra sem skera sig úr hópnum.
Ég verð bráðum íbúðareigandi. Pappírarnir eru í farveginum. Glöð með það.
miðvikudagur, september 03, 2003
Glóðvolgar fréttir!
Lítill fugl hvíslaði því að mér að uppáhalds bókin mín, The Da Vinci Code eftir
Dan nokkurn Brown (sjá bókahilluna mína) sé væntanleg í íslenskri þýðingu í Neonklúbbi Bjarts. Svo þið þjóðernissinnar ættuð einnig að geta notið þessarar miklu snilli! :)

Lítill fugl hvíslaði því að mér að uppáhalds bókin mín, The Da Vinci Code eftir
Dan nokkurn Brown (sjá bókahilluna mína) sé væntanleg í íslenskri þýðingu í Neonklúbbi Bjarts. Svo þið þjóðernissinnar ættuð einnig að geta notið þessarar miklu snilli! :)


Hérna eru myndirnar sem ég mældi með í blogginu á sunnudaginn. Mér varð ljóst að þessar ræmur eru ekki komnar á myndbandaleigurnar svo þið getið ekki nálgast þær þar. En þær ganga manna á milli á veraldarvefnum. Þið getið fengið þær hjá mér ef þið hafið áhuga, ekki í gegnum netið þó, aðeins á formi afrits!
Identity fór ég á í bíó og vissi ekkert hvað ég var að fara á. Þetta er svona hryllingsþriller og hún kom mér skemmtilega á óvart. Mér fannst hún mjög mögnuð og þess vegna er ég að blaðra um hana hér :)
Old School fékk ég í gegnum kunningja og vissi ekki heldur neitt um hana en aftur varð ég kát án þess að hafa átt von á því.
Posterarnir hér að ofan eru linkar á frekari upplýsingar um myndirnar en þeir vísa einungis yfir á yahoo movies því ég hef ekki aðgang að www.imdb.com þaðan sem ég blogga að staðaldri. Ég hyggst þó breyta linkunum þegar færi gefst. Ég mæli með því að þið flettið myndunum upp á imbd ef þið hafið áhuga á annað borð.
Hvað hafið þið séð nýlega? Með hvaða ræmum mælið þið? Uppáhalds myndirnar ykkar? Shout out!