fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Hér er svo eitt bölsýnisljóðið enn í takt við fyrri hluta vikunnar. Þetta er ljóð eftir góðan vin minn en hann sendi mér nokkur. Held að Steinn Steinarr þurfi að vera var um sig þarna á topi uppáhaldslistans míns. Það lítur út fyrir að ég þekki nokkra núlifandi orðfærasnillinga. Endilega bombið á mig meira af góðum ljóðum!



Vonir, þrár og villtir dagar
vörðu stutt, til þurrðar gengu.
Hugann kvelur - nístir, nagar
náköld framtíð gerð úr engu.

AKI 2003
Bónus ljóð, 33% meira er stórgott ljóðasafn. Hnitmiðað og skondið. Andri Snær fær einnig stóran plús fyrir að vísa í Guðdómlega gleðileik Dantes en safnið er þrískipt. Fyrst erum við leidd í gegnum undur aldingarðsins (paradiso) sem auðvitað er grænmetisdeild Bónus. Næst frjósum við inni í niflheimi frystikystu- og kæligeymslna (inferno) og að lokum förum við í gegnum hreinsunareld hreinlætisvarningsins (purgatorio). Hér er nasaþefur úr öllum deildum:

United Fruit Company
-
Hann á eftir að ná lengra
pilturinn sem seldi
gömlu konunni

kiwi

og rakvél

***
Mjallhvít

Mjallhvít getur ekki keypt sixpack
dvergarnir eru nefnilega sjö

sjö mjólkurpottar, sjö brauðhleifar,
sjö skyrtur, sjö sokkapör, sjö óhreinir diskar,
sjö skítugar nærbuxur, sjö daga vikunnar

eins og venjulega ætlaði hún
að skella kiðlingunum sjö í körfun

en hún hætt við
keypti sér eina rauðvínsflösku

og sjö eitruð epli

***
Always

Samkvæmt auglýsingum
eru allar konur prinsessur
miðað við bláa blóðið
í dömubindunum.


... og svo eitt svona í Bónus!

nakti kokkurinn

Matreiðslubækurnar ættu að vera
í sömu hillu og dónablöðin, menn
slefa yfir þeim en gera aldrei neitt
af þessu í alvörunni.

"Þú ert líffræðilegt undur og langt á undan þinni samtíð," sagði tannlæknirinn við mig í gær þegar hann komst að því að ég hef ekki snefil af endajöxlum. Mér fannst mjög blóðugt að borga sex þúsund krónur fyrir myndatöku en má víst teljast heppin að þurfa ekki að punga út háum fjárhæðum fyrir jaxlatökur.

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Hér kemur meira af góðu. Ég hef svo ósköp fátt að segja þessa dagana. Vona að þið reynið ekki að sálgreina mig út frá þessum ljóðabrotum mínum :) Það væri skelfilegt! Enjoy:

Að frelsa heiminn

Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól
í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn:
Hér inni er stúlka í allt of þröngum kjól
og öllum er ljóst að þessi maður er galinn.

Það er sama, þótt þú sért góður maður og gegn
og gangir í hlé eins og drengur, saklaus og feiminn.
Þú ræðst samt alltaf á það sem að þér er um megn
og þess vegna tekst þér aldrei að frelsa heiminn.

Steinn Steinarr

þriðjudagur, nóvember 25, 2003



Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.

Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatningu
og mér til hálfs.

Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.

Steinn Steinarr

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið!

Í mínum draumi er ég vörubíll sem getur hvorki bremsað né kúplað og ryð öðrum úr vegi.

þriðjudagur, nóvember 18, 2003


Artý-fartý fiðrildi og sjálfsmynd úr smiðju Harðar! Hann gerir nokkuð grúví stöff og er kominn með nýtt lúkk á síðuna sína. Ég þarf helst að fá hann til að kenna mér á photoshop svo ég geti hætt að reyta á mér hárið í glímu minni við það forrit. Ok, ég játa - jólaföndrið er ekki eintómur dans á rósum :) en svona að mestu.
Trojan Games

Þið verðið að skoða þetta - nýjasta sportið!
Hilarious - go crazy...
Nákvæmni, styrkur og hæfni í borun og holufyllingu!
forleikur - glíma
úthald - lyftingar
fullnæging - samhæfing
Koma svo - æfa sig fyrir næstu leika ;)

Hér með útnefni ég Monicu Belucci fallegustu konu heims :) Bella donna fortissimo... mín María mey!!!
Jólagjafaframleiðslumaskínan er komin í gang. Eins og venjan er vindur einföld hugmynd alltaf upp á sig hjá mér og er ég nú komin út í herleg brugg-ævintýri. Ég er búin að sulla mikið með kaffi, baka kínverskan pappír og experimenta töluvert með lím, lak og bæs. Gaman, gaman. Eini gallin er sá að sælan er dýrkeypt, spútnik artý-fartý sull er ekki ókeypis! Jú reyndar er annar galli sá, að ég á að vera niðursokkin í próflestur og ritgerðasmíðar en ég er gagntekin af föndri og er hrunin í kvikmyndasukk. En iðin mús er hamingjusömust!

Ferskar myndir frá gúrme-kvöldinu - hér - nýkomnar úr vélum Sunnu.

mánudagur, nóvember 17, 2003


Ég er að verða vitlaus í myndasöfnun minni... ooooo þetta er svo gaman :)
Ég er að sanka að mér ljóðum, alls konar ljóðum. Sendið mér endilega ljóð sem höfða til ykkar. Uppáhalds, fyndin, tregablandin, ögrandi, frelsandi...

Ég blómstraði um helgina! Eftir að hafa átt frekar erfitt uppvaxtar í góðan tíma tókst mér að spíra. Næringargjafinn var frábært laugardagskvöld og nótt. Það var gúrme-kvöld heima hjá mér sem heppnaðist stórvel. Í forrétt var grafinn lax og tilheyrandi sósa, í aðalrétt voru nautalundir og lambafile grillað á sérstöku borðgrilli með grænmeti og kartöflugratíni og svo var endað á mandarínu-ostaköku. Himneskt alveg. Reyndar gæddi ég mér ekki á góða rauðvíninu mínu því gestir mínir voru að "bindindismenn" eða mótfallnir rauðvíni en ég bragðaði þess í stað hressandi hvítvíns-spriteblöndu. Um miðnætti var svo stefnan tekin á Tonabíó þar sem sýndar voru myndirnar Quills og Irreversible sem báðar eru framúrskarandi ögrandi og listavel úr garði gerðar. Samræðurnar í kjölfarið frelsuðu mig, vonandi á ég eftir að ride that wave í dáldinn tíma. Já, það er gott að eiga góða vini!
Hárbeitt háð sem ég á í sarpi mínum - hef ekki hugmynd um uppruna...

My feelings for you no words can tell
Except for maybe "go to hell"

Love may be beautiful, love may be bliss
but I only slept with you, because I was pissed

I thought that I could love no other
Until, that is, I met your brother

I see your face when I am dreaming
That's why I always wake up screaming

Roses are red, violets are blue,
sugar is sweet and so are you.
But... the roses are wilting, the violets are dead,
the sugar bowl's empty and so is your head

Ég er að leika mér að eldinum - ætlunin er að gera málverk / ljósmyndaverk til að hengja upp í stofunni minni. Svo eru hugmyndirnar að blómstra hvað varðar jólagjafaframleiðslu :)
my immortal

i'm so tired of being here
suppressed by all of my childish fears
and if you have to leave
i wish that you would just leave
because your presence still lingers here
and it won't leave me alone

these wounds won't seem to heal
this pain is just too real
there's just too much that time cannot erase

when you cried i'd wipe away all of your tears
when you'd scream i'd fight away all of your fears
and i've held your hand through all of these years
but you still have all of me

you used to captivate me
by your resonating light
but now i'm bound by the life you left behind
your face it haunts my once pleasant dreams
your voice it chased away all the sanity in me

these wounds won't seem to heal
this pain is just too real
there's just too much that time cannot erase

when you cried i'd wipe away all of your tears
when you'd scream i'd fight away all of your fears
and i've held your hand through all of these years
but you still have all of me

i've tried so hard to tell myself that you're gone
and though you're still with me
i've been alone all along

EVANESCENCE / fallen

föstudagur, nóvember 14, 2003

Þrátt fyrir yfirlýsingar um að ég ætlaði að halda mig frá jólabókaflóðinu þá datt ég inn í Bókatíðindi í gærkvöldi. Ég varð eiginlega hálf glöð, það er ekki svo margt splunkunýtt þar sem ég hef áhuga á, samt svoldið... en ekkert óviðráðanlegt.
Smá uppbyggilegur föstudagsbrandari!


... og annar
Ég hefði sko viljað sitja þetta námskeið: 05.40.42 Ritlist: Leikrænn texti og handritagerð I en það fór framhjá mér og var reyndar ekki kennt. Hver veit kannski verð ég heppin á næsta skólaári. Ég hefði einnig viljað taka þátt í þessu: 05.40.40 Ritlist: Frásagnartækni I. - Það lítur út fyrir að ég verði eilífðarstúdent, það er svo margt sem mig langar að stúdera! Þetta er að minnsta kosti mjög fínt áhugamál :)
Lífsviðurværi mitt:
Kvikmyndir, bókmennitr og ljósmyndir: draumaheimur, mitt matrix!
Líkamsrækt: víma sem ég ánetjast stundum...
Matur: unaður og munaður :)

Mmmmmmm... og það er gúrme-kvöld á morgun. Mér skilst að Anton ætli að gleðja okkur með nautafile, gráðuosti og meðlæti. Það besta er að ég á alveg rétta rauðvínið til að sötra með - Montes Alpha Cabernet Sauvignon.

fimmtudagur, nóvember 13, 2003


Vinnufélagar athugið! Hér er að finna nokkuð dull myndir úr partýinu um síðustu helgi. Inger og Begga eru þó alltaf sætar ;)
Da Vinci lykillinn
Loksins, loksins! Komin út!

Þetta er sko sú bók sem ég vildi geta laumað í jólapakka allra minna nánustu. Er reyndar ekki búin að taka út þýðinguna en þessi bók er mögnuð á ensku. Blanda af listasögu, menningu og reyfara :) Verst hvað hún er dýr! Ef þið eruð spennt fyrir að lesa bókina vara ég ykkur við að grúska of mikið í vef Bjarts!

***
Þetta er það sem ég hafði að segja um verkið eftir lestur þess í ágúst:

The Da Vinci Code
Dan Brown



Ein magnaðasta bók sem ég hef nokkurn tímann lesið. Bókin er ekki bara spennandi thriller heldur er hún einnig hlaðin dulinni merkingarfræði úr sögu vestrænnar menningar og flóknum gátum og orðaleikjum. Varpað er nýju ljósi á margt sem við tökum sem vísu úr listasögunni og trúarbragðafræði svo maður situr agndofa eftir. Ég fletti upp í mörgum fræðibókum til að athuga hvort Dan Brown væri að blekkja mig en allt sem hann sagði stóðst. Enda tekur hann það fram í formála bókarinnar að hann byggi söguna á staðreyndum, þó að fléttan sé skálduð. Þetta er bók fyrir alla. Hún er í öðru sæti á 100 bestselda bókalista amazon. Enjoy! Þess má geta að verið er að þýða bókin og ég held að hún eigi eftir að koma út í neonflokki Bjarts. Svo þið sem viljið halda ykkur við íslenskuna ættuð að geta beðið spennt.


***

En annars er ég búin að sigta út nokkur önnur góð jólapakkaverk og para þau við vandamenn mína. Best að segja ekkert meira :) Svo er náttborðið mitt orðið frekar þétt setið af spennandi bókum sem ég hef sankað að mér síðustu mánuðina. (Til dæmis Spútnik ástin, Sagan af Pí, The Turn of the Screw, Winter Haunting, Ávöxtur efasemda, Angels and Demons, Öreindirnar... úff ég á gott í vændum. Annars forðast ég að líta á bækurnar, lesa titlana og handfjatla kilina (bókapervertismi!), því þá er erfiðara að helga sig skólabókunum. Jólafríið verður sætt. Best að dýfa nefinu sem minnst í jólabókaflóðið - það eru svo margar bækur en svo takmarkaður tími :)

föstudagur, nóvember 07, 2003


Vinir á góðri stundu :)
Ég fór á dekkjaverkstæði í dag og þar var ein svöl stelpa að umfelga :) gaman að því.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Sálarkreppa
Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að koma mér upp myndasíðu! Ég er alfarið á móti því að setja of mikið af upplýsingum um mig og mína á netið þar sem allir geta misnotað þær en það væri gaman fyrir vini að skoða slíka síðu. Svo er líka spurning hvort maður þurfi þá ekki að fjárfesta í stafrænni myndavél svo að gagnasöfnunin sé í eigin höndum :)

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

...og það er að koma helgi... bráðum :)
Loksins lauk ég við játningar Alexanders Portnoys. Þetta er mögnuð bók þar sem kynlífi og tvístígandi dansi kynjanna eru gerð skemmtileg skil án þess þó að umfjöllunin verði subbuleg. Ég er alveg komin á þá skoðun að lauma þessari bók í nokkra jólapakka :) Höfundurinn skrifar svo glettilega broslega að maður stendur sig að því að skella upp úr inn á milli. Hann hefur nú lengi verið orðaður við Nóbelinn en aldrei hampað honum - líklega vegna þess að hann tæklar óæskileg viðfangsefni. Ég er búin að skanna lesefni skólans eftir áramót og komst að því að þar lúra tvo önnur verk Roths - jippý!

mánudagur, nóvember 03, 2003

Heimsendir

Jarðskjálftinn sem skók Vesturgötuna á laugardagskvöldið átti upptök sín Í Tonabíói en þar var verið að sýna Identity með full blast bassa. Áhorfendur nutu sýningarinnar með hárin reist upp á rönd en nágrannarnir voru víst komnir í heimsendastellingar áður en yfir lauk. Ég get vart beðið eftir næstu sýningu. Þetta er magnaðasta bíó landsins. Greyið nágrannarnir enda líklega sem taugahrúgur á hæli fljótlega því mér skilst að sýningar séu ansi tíðar í Tonabíói.
Vandræðaleg vandræði
Já það sprakk hjá mér dekk á miðri Miklubraut í dag þegar ég átti að vera mætt í vinnuna. Frekar fúlt, sérstaklega þar sem þetta ákveðna dekk hefur gefið sig fimm sinnum á árinu. En alla vega ég klöngraðist upp á eyju með bílinn og snaraðist til að skipta dekkinu út fyrir varadekkið. Það var svo kalt og ég skammaðist mín svo mikið fyrir að vera skemmtiefni vegfarenda brautarinnar að ég setti nýtt hraðamet í barðaböggli. Það tók mig aðeins sjö mínútur að rumpa þessu af og ótrúlegt en satt klíndi ég engri tjöru í trýnið á mér. Það versta er að nú þarf ég að fara í örtröðina á dekkjaverkstæðum. Æ það er hvort sem er kominn tími til að gera bílinn kláran fyrir veturinn!