Da Vinci lykillinn
Loksins, loksins! Komin út!
Þetta er sko sú bók sem ég vildi geta laumað í jólapakka allra minna nánustu. Er reyndar ekki búin að taka út þýðinguna en þessi bók er mögnuð á ensku. Blanda af listasögu, menningu og reyfara :) Verst hvað hún er dýr! Ef þið eruð spennt fyrir að lesa bókina vara ég ykkur við að grúska of mikið í vef Bjarts!
***
Þetta er það sem ég hafði að segja um verkið eftir lestur þess í ágúst:
The Da Vinci Code
Dan Brown
Ein magnaðasta bók sem ég hef nokkurn tímann lesið. Bókin er ekki bara spennandi thriller heldur er hún einnig hlaðin dulinni merkingarfræði úr sögu vestrænnar menningar og flóknum gátum og orðaleikjum. Varpað er nýju ljósi á margt sem við tökum sem vísu úr listasögunni og trúarbragðafræði svo maður situr agndofa eftir. Ég fletti upp í mörgum fræðibókum til að athuga hvort Dan Brown væri að blekkja mig en allt sem hann sagði stóðst. Enda tekur hann það fram í formála bókarinnar að hann byggi söguna á staðreyndum, þó að fléttan sé skálduð. Þetta er bók fyrir alla. Hún er í öðru sæti á 100 bestselda bókalista amazon. Enjoy! Þess má geta að verið er að þýða bókin og ég held að hún eigi eftir að koma út í neonflokki Bjarts. Svo þið sem viljið halda ykkur við íslenskuna ættuð að geta beðið spennt.
***
En annars er ég búin að sigta út nokkur önnur góð jólapakkaverk og para þau við vandamenn mína. Best að segja ekkert meira :) Svo er náttborðið mitt orðið frekar þétt setið af spennandi bókum sem ég hef sankað að mér síðustu mánuðina. (Til dæmis Spútnik ástin, Sagan af Pí, The Turn of the Screw, Winter Haunting, Ávöxtur efasemda, Angels and Demons, Öreindirnar... úff ég á gott í vændum. Annars forðast ég að líta á bækurnar, lesa titlana og handfjatla kilina (bókapervertismi!), því þá er erfiðara að helga sig skólabókunum. Jólafríið verður sætt. Best að dýfa nefinu sem minnst í jólabókaflóðið - það eru svo margar bækur en svo takmarkaður tími :)