þriðjudagur, desember 30, 2003

*   G L E Ð I L E G T   N Ý T T   Á R   *
*** og takk fyrir allt gamalt og gott ***


...meiri ferðasaga og vonandi myndir á nýju ári. Lifið heil!
Harry’s Bar, A Grand Establishment on the Grand Canal

By AutumnInLondon (User Submitted Review)
Apr 23 2001

San Marco 1323
30124 Venezia
+(39) 0415285777 harrys@gpnet.it

On the recommendation of several friends, we knew our recent trip to Venice would not be complete without dinner at Harry’s Bar. There is something about this place that is timeless. Tucked away on a small side street at the Grand Canal, with an almost hidden door, simply marked “Harry” is this oasis of history, cuisine and quiet inebriation.



You can almost feel the ghosts of Hemmingway, Onasis and countless others, and you wish the walls could talk. All the staff are men, clad in smart white coats, reminiscent of supper clubs or the old New York steakhouses. Except here, you don’t see caricatures or signed photos, just a few black and whites of Manhattan landmarks.

First the bar. We had to try the Bellini, as Harry Cipriani invented it here. In a surprisingly small (contrast the US-size martinis), but powerful glass, we were served this pinkish drink. A mixture of peach and local sparkling wine (Prosecco), with a hint of lemon and sugar, the Bellini is refreshing and delicious. The bar itself was packed, and the dining tables are close by, so we squeezed ourselves in, dodging waiters and busboys, but eying and smelling the food as it passed, as we sipped our pre-dinner drinks.

While we enjoyed our time downstairs, we had purposely booked a table upstairs. Still crowded, we nonetheless enjoyed a relaxing and unrushed meal. Everyone has a round table, but conversation with your neighbors is easy, and the room is perfectly set up for people-watching and grand views of the buildings along the Grand Canal. You hear a mélange of languages, some unidentifiable, emanating from the various tables. But everyone has something in common. We were all there to experience Harry’s Bar.



The meal was perfect. The Ravioli with artichokes and the Risotto with chicken and curry were sublime. The Tuna Tartare, with just the right amount of peppery zing. Shrimp with artichokes, with no skimping on either. And of course, dessert. We were stuffed, but shared a huge slice of Vanilla Meringue cake that we polished off quite well. Perhaps it’s Italy, or just the Cipriani standards, but we even enjoyed the house red wine!

In the end, this fabulous dining experience cost $245 for two, including the Bellinis and a half-carafe of wine and tips. Very expensive perhaps, but at least the people-watching, friendly staff, views, and unbeatable atmosphere were included without charge.

On your next trip to Venice, don’t miss Harry’s Bar. If nothing else, stop in and have a drink.

Heimild:http://www.jetsetting.net/article.php?sid=49
First picture above is copyright CNN.com

Þarna borðuðum við Anton á annan í jólum og vissum aðeins að um góðan stað væri að ræða. Svo virðist sem þetta sé einhver frægasti veitingastaður Evrópu :) Við fylgdum í fótspor Hemmingways og Nicole Kidman :) Því miður eigum við engar myndir af okkur þarna - þetta var eiginlega aðeins of flottur staður til að flassa gestina... en þessi kvöldstund líður seint úr minni. Ég borðaði ravioli og grillaða trout en Anton lax og lambasteik og svo fengum við himneskan ís og sorbet í eftirrétt. Vínið var valið af staðnum og var unaðslegt alveg hreint, en bestur var samt fordrykkurinn. Ég fann á netinu uppskrifitr að nokkrum réttum staðarins - hver veit nema ég trompi fram ítalska Harry's veislu einhvern tímann. Vinir mínir meiga að minnsta kosti bóka það að þeir fá að smakka hjá mér fordrykks-kokteilinn Bellini. Hann er algjör snilld...

Ég sá þennan söngleik í London og verð að segja að þetta er flottasta leiksýning sem ég hef séð. Ég hef aldrei verið mikill Queen aðdáandi en nú losna ég ekki við tónlist þeirra úr hausnum. Það er sem sagt búið að spinna söguþráð í kringum texta hljómsveitarinnar og útkoman svíkur ekki. Leikur, söngur og dans fá góða einkunn en leikmyndin var það sem heillaði mig mest - enda innan míns áhugasviðs - ég ætlaði að verða leikmyndahönnuður einu sinni. 8 risastór, hreyfanleg, plasmasjónvörp voru notuð sem leiktjöld og var grafísk vinnsla þess myndefnis sem á þeim birtist með því flottasta sem ég hef séð. Það er alveg á tæru að næst þegar ég fer til London kíki ég aftur í leikhús - enda London rjómi í kaffi leikhúsáhugafólks. Það er aldrei að vita nema ég skelli mér þá bara aftur á þetta stykki. Það er ansi breitt gap milli þess leikhúss sem ég hef fiktað í og þessara stórmaskínu - en samt er sami sjarminn yfir þessu einhvern veginn!
snjókorn falla...

Mér finnst ófærð alltaf hálfrómantísk þó hún geti einnig valdið ergju. Best væri ef rafmagnið færi af líka. Það skapast svo góð nánd manna á milli við slíkar aðstæður og svo er ég forfallinn kertaunnandi. Mér finnst líka einstaklega gaman að torfærast á bílnum mínum sem er furðu seigur í harðfeni og sannast þar orðtækið að margur er knár þótt hann sé smár. Það getur samt verið fúlt að komast ekki leiða sinna og á morgun þarf ég að komast alla leið upp í Grafarvog og heim aftur svo ég vona að færðin verði sæmileg. Uppgröftur bíður mín líka - bíllinn minn er á bólakafi í skafli. Ég boraði hann nefnilega niður í stæði fyrir framan heimili mitt í gær, bæði af nauðsyn og ánægju. Svo er líka skemmtilegra að vel sjáist til flugeldanna sem bombaðir verða á morgun :)

miðvikudagur, desember 24, 2003

G L E D I L E G   J Ó L

Tetta er búinn ad ver alveg frábaer adfangadagur so far. Vid lékum vid dúfurnar á Markúsartorgi og skodudum kirkjuna. Sídan erum vid búin ad ráfa á milli merkilegra stada og borda pizzu í hraungrýlukertaholu. Tar sem hér verda ekki haldin jól fyrr en á morgun erum vid ad spá í ad fá okkur bara McDonalds í kvoldmat - tad eru reyndar helgispjoll ad fá sér ekki gúrme mat á ítalíu en tetta er svo fyndid ad ég laet slag standa.

þriðjudagur, desember 23, 2003

Vid Anton erum í Feneyjum núna. Jólagledin er mikil en hér er allt trodid af rándýrum tískubúdum og glerskrautsbúdum. Hér erum vid búin ad villast í tvo daga og líkar stórvel. Tad var einnig mikid fjor í London. Medal annars var gerd vopnaleit á mér í tívolíi og svo sáum vid flottustu leiksýningu sem ég hef séd, tad var songleikur byggdur á Queen logum. Vid erum búin ad ganga svo mikid ad faeturnir loga af verkjum. Eg er verri en Anton - mér tókst ad rústa odrum oklanum mínum svo ég haltra út um allt og er med hardspennur á furdulegustu stodum vegna vitlausa álagsins.

En nú er ég enn einu sinni á Ítalíu og sem fyrr lídur mér hvergi betur. Maturinn er gódur og andrúmsloftid magnad. Ég hef aldrei verid hér ad vetri til fyrr. Tad er svipad kallt og Íslandi en annars er allt í blóma. Grasid er graent og fólk hefur blóm á svolunum hjá sér. Kosturinn vid ad vera í Feneyjum ad vetri til er óneytanlega sá ad túristarnir eru tíu sinnum faerri svo madur sér allt og kemst allt sem hugurinn leidir mann.

Nú erum vid ad fara á Veitingastad listamannsins ad fá okkur gott í gogginn og svo er stefnan tekin á rólegt kvold uppi á hótelherbergi. Vid erum vel byrgd af víni og konfekti - en verd ad fara núna - tíminn er búinn...

mánudagur, desember 15, 2003

ó s k a s t j a r n a


Nú eru aðeins fjórir dagar þangað til ég flýg héðan. Ég er búin að kaupa þær örfáu gjafir sem ég ætla að gefa - föndrið bíður næstu jóla eða afmælistækifæra. Nú er bara að pakka þeim inn, rumpa af einni ritgerð og fagna svo frelsinu. Forskot á sæluna var tekið í gærkvöldi með Tonapizzu og uppáhalds rauðvíninu mínu. Prófaólundan þvælist samt svoldið fyrir mér enn þá en vonandi næ ég að hrista hana af mér fyrir jól. Ég kemst líklega í rétta skapið í stórri bókabúð í London :)

sunnudagur, desember 14, 2003



Þarna verðum við Anton á jólunum :) Alveg við Markúsartorg - við verðum líklega séfróð í dúfufræðum við heimkomu! Brottför eftir aðeins fimm daga. Hamingjusöm mús :)

föstudagur, desember 05, 2003


Það væri nú sniðugt að stinga bara af og fara til útlanda yfir jólin :) Ætli ég geri það ekki bara ef ég fæ frí í vinnunni. Hum... London og Feneyjar, hljómar vel.

miðvikudagur, desember 03, 2003


Svona er mér búið að líða síðustu daga. Var að skila af mér ritgerð sem vafðist heldur betur fyrir mér. En sá Kleppur er búinn og þá er það bara næsta verkefni...