miðvikudagur, janúar 28, 2004

Safarí
Ég held bara að Anton hafi dottið niður á réttu ferðatilhögunina hvað varðar safarí í Kenyaferðinni okkar. Mér líst alla veganna þrusu vel á þetta og myndirnar eru frábærar.

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Þessi tvö parast ekki vel saman!

Ég sá lélega mynd í bíó í gær - Paycheck. Ég hef alveg stundum húmor fyrir svona vitleysu og það var margt flott í myndinni en það skemmdi allt fyrir mér að Uma Thurman lék einhverja væmna kærustu og það á móti Ben Affleck. Þetta eru hrein helgispjöll. Uma Thurman á bara að leika flotta karaktera eins og í Gattaca og Kill Bill svo eitthvað sé nefnt. Mín stjörnugjöf er og er önnur stjarnan fyrir sjónræn áhrif! Annars er alveg grassandi gott efni í bíóhúsunum núna. Þar er mjög margt sem mig langar að sjá og ber þar helst að nefna stjörnumyndina Mona Lisa Smile. Kannski blogga ég um hana bráðlega!

laugardagur, janúar 24, 2004

Það verðu tvöföld gúrme-veisla hjá mér nú um helgina. Í kvöld erum við Anton með matarboð og á morgun bjóðum við mamma afa og Antoni í mat. Það er ekki slæmt fyrir matgæðing eins og mig. Við Anton erum búin að kaupa ógurlegt magn af vínum og ætlum meðal annars að bjóða upp á hinn fræga Bellini fordrykk, en hann er blandaður úr ferskjusafa og sérstakri gerð af ítölsku freyðivíni. Þessum ofurdrykk kynntumst við á Harry's Bar í Feneyjum eins og áður hefur komið fram. Matseðill kvöldsins verður svipaður þeim sem gilti á síðasta gúrme-kvöldi. Í forrétt verður grafinn lax og tiheyrandi og í aðalrétt grillað kjöt af ýmsum toga ásamt grænmeti, kartöflugratíni og rétta víninu. Í eftirrétt verður að öllum líkindum ís. Þetta verðu algjört draumakvöld og ég á von á að fram fari parakeppni í Scrabble en við Anton erum orðin nokkuð öflug í slíkri spilamennsku. Vona að þið hafið það einnig gott í kvöld!

fimmtudagur, janúar 22, 2004


Ferðin til Afríku verður bókuð og borguð á eftir og svo er það bólusetning 2. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef eitthvað ákveðið að gera í sumarfríinu mínu. Ég verð að taka heilar þrjár vikur í sumarfrí yfir sumarið og í fyrra fór sá tími bara í rugl. Annars nýti ég hluta sumarfrísins vel til próflestrar að vori og um jól svo þetta hefur ekki verið alveg vonlaust en núna er það sko fullplanað. Vildi bara óska að ég ætti meiri pening og lengra frí :)

mánudagur, janúar 19, 2004

Hér eru allar myndirnar úr jólaferðinni minni - efast um að ég nenni að klára þetta albúm mitt - aðeins of mikið vesen!
... og hananú - við Anton skelltum okkur í Sporthúsið í kvöld og hleyptum hjartanu á skeið. Það var mjög gaman. Núna þegar ég er komin af stað í hreyfingarmaníu verður erfitt að stoppa mig. Fíkillinn hefur verið vakinn :) Ég ætla mér samt ekkert út í neinar öfgar þannig að við verðlaunuðum okkur dugnaðinn með því að fá okkur ís í Ingerarbúð. Því miður var hún ekki á svæðinu til að kæta mig enn frekar en ég veit að ég sé hana fullt í vinnunni þessa vikuna svo brosið víkur ekkert.

föstudagur, janúar 16, 2004

Núna er algjör gúrkutíð í bloggi hjá mér en ég get sagt ykkur að er ég komin af stað í heilsuátaki enn á ný. Ástæðurnar eru alltaf þær sömu: fíkn í sæluvímu íþrótta og léttari lund. Ég fór því í sund í gær, keypti mér kort og synti 1250 metra. Það var undurgott að öllu leyti nema augun loguðu af sviða lengi fram eftir kvöldi, næst kaupi ég mér sundgleraugu. Svo er ég alveg að fara að hlaupa aftur. Meira að segja ætlar hann bwana Anton (herra Anton á swahili) að koma með mér í Sporthúsið að þjösnast á hlaupabrautum og massatækjum :) það er alls ekki slæmt því þá eru meiri líkur á að ég gefi mér tíma til að fara.

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Hálfnað verk þá hafið er!!! Hér er það sem komið er af myndasíðu jólanna... Þetta átti að verða flott en vinnan er bugandi svo ég veit ekki hvað úr verður. Blogger er ekki alltaf mjög þægur og hlíðir ekki alveg því sem ég vil að hann geri. En ég æfði mig betur í að föndra ýmis template og skemmti mér smá við það svo ekki er þetta alslæmt.


Þá er áfangastaður sumarsins ákveðinn, við vinirnir ætlum að skella okkur til Kenya. Þar gistum við á fjögra stjörnu lúxushóteli - það er að segja þegar við kúrum ekki meðal fíla í safarí. Einnig ætla ég að dýfa mér í Indlandshafið og skoða kóralrif og furðufiska. Við erum þegar farin að skipurleggja ferðina, bólusetningar hafa verið pantaðar og fjárfest hefur verið í swahili kennsluefni. Karlkynsferðalangar voru ekki lengi að tileinka sér hórdómsorðaforðann en stefnan er að læra meira en það. Fiðrignurinn er kominn í tærnar :) Brottför í lok maí...

mánudagur, janúar 05, 2004


Ég er nýlent en hugurinn er aftur farinn að læðast erlendis. Anton er duglegur við að mata mig af ferðadraumum. Nöfn á áfangastöðum eins og París, Sikiley, Tyrkland, Egyptaland, Indlad, Tíbet og Kenya hafa flogið okkar á milli og margt hefur verið grúskað. Verst hvað buddan er aumingjalega mögur. Ég verð að finna leið til að bæta það. 'ut skulum við innan skams :)

laugardagur, janúar 03, 2004


* Til hamingju með afmælið Sunna prinsessa *
Rambl og röfl
Ég keypti aðeins fimm bækur í útlöndum og þar af bara eina í alvöru bókabúð (hinar keypti ég á hinum ýmsu flugvöllum Evrópu). Það var alveg dásamlegt að spóka sig í risabókabúð í London og margt sem freistaði en ég er að reyna að spara og ég vildi ekki bæta á mig of miklum farangri fyrir Feneyjaför þannig að ég valdi bara eina. Reyndar á ég orðið allt of mikið af spennandi bókum sem ég kemst ekki yfir að lesa á næstunni :( Það er ekki gott mál - ég fékk martröð vegna þessa í gær. Þekkið þið ekki þessa tilfinningu að eiga konfektkassa en meiga aðeins borða einn mola og hinir safna ryki. Humm þetta er ekki alveg tilfinningin en ég finn ekkert betra dæmi núna svo þetta verður að duga. Of mikið val veldur mér angist og svo nagar líka sú vissa að víða leynast perlur á hillum bókabúðanna sem ég hef enn ekki komið auga á. Líklega er best fyrir mig að halda mig frá slíkum búðum á næstunni :) En forvitnin og fíknin bugar stundum. Fyrst ég er komin út í þá sálma að vímugjafa mína þá langar mig mjög að fara að hlaupa aftur og létta mér aðeins lífið en það er alltaf spurningin með tímann. Vinna, skóli og kærasti - varla tími fyrir hlaup líka - en hver veit kannski minnka ég bara skólann! Hey já skólinn er að byrja...

La dolce vita!