Food and Fun hátíðin er um helgina. Nokkrir gestakokkar töfra fram sælkerafæði á flottustu veitngahúsum borgarinnar og verðið á fjögurra rétta máltíð er 4.900. Ég var að skoða matseðlana og get ekki sagt annað en að þeir hljóma ansi vel.

Á Argentínu er bandarískur kokkur sem býður upp á:
- Skötusels 'Ceviche' með bökuðum tómat með basil og sítrusolíu
- Dökkt kjúklingaseyði með engifer, Shiitake sveppum og kastaníum
- Grilluð nautasteik með 'Mc Keans Haggis' rótargrænmeti, kremuðu spínati og Drambuie-rósmarín sósu
- Hindberja og vanillu 'Parfait' með ávaxtamauki og möndlukexi
Á Hótel Holti verður annar bandaríkjamaður sem framreiðir:
- Heitreyktan lax, epla sídra, sinnepsfræ og karrý olíu
- Graskerssúpu, svína ravíóli og graskershunang
- Lynghænu á þrjá vegu, steikt andarlifur
- Súkkulaði Croissant, pekanhnetu brauð búningur, Whisky karamellusósa og hlynssírópsís

Á Rauðará er sá þriðji frá Bandaríkjunum og býður hann upp á:
- Léttsteikta hörpuskel með snöggsteiktri franskri gæsalifur, ferskum
kryddjurtum og púrtvíni.
- Gnocchi splæst saman með truflum og humri
- Marókóskt kryddað lamb með lauk "Creme Brule" og granít eplasoðsósu.
- Súpu með þurkuðum kirsuberjum og heit möndluterta með Salvíu-ís og súkkulaði.
Í Perlunni kokkar Þjóðverji:
- Listauka að hætti hússins
- Laxafillet með volgum kartöflum, blómkálssalati og sítrónu- steinseljupestói
- Lamb með stökku hvítu brauði, tómatkryddmauki, spínat- og jarðhneturisottói og lambasoði
- Köku með karamelluhúðum eplum, rommi, vanillu og ís

Við Anton ákváðum að skrópa á árshátíð og fara frekar fínt út að borða bara tvö og hver veit nema við skellum okkur núna um helgina. Það þarf kannski ekki að vera alveg svona fínt en þetta er lokkandi. Ég get þó ómögulega gert upp á milli þessara matseðla. Já, ég er sælkeri :)

Á Argentínu er bandarískur kokkur sem býður upp á:
- Skötusels 'Ceviche' með bökuðum tómat með basil og sítrusolíu
- Dökkt kjúklingaseyði með engifer, Shiitake sveppum og kastaníum
- Grilluð nautasteik með 'Mc Keans Haggis' rótargrænmeti, kremuðu spínati og Drambuie-rósmarín sósu
- Hindberja og vanillu 'Parfait' með ávaxtamauki og möndlukexi
Á Hótel Holti verður annar bandaríkjamaður sem framreiðir:
- Heitreyktan lax, epla sídra, sinnepsfræ og karrý olíu
- Graskerssúpu, svína ravíóli og graskershunang
- Lynghænu á þrjá vegu, steikt andarlifur
- Súkkulaði Croissant, pekanhnetu brauð búningur, Whisky karamellusósa og hlynssírópsís

Á Rauðará er sá þriðji frá Bandaríkjunum og býður hann upp á:
- Léttsteikta hörpuskel með snöggsteiktri franskri gæsalifur, ferskum
kryddjurtum og púrtvíni.
- Gnocchi splæst saman með truflum og humri
- Marókóskt kryddað lamb með lauk "Creme Brule" og granít eplasoðsósu.
- Súpu með þurkuðum kirsuberjum og heit möndluterta með Salvíu-ís og súkkulaði.
Í Perlunni kokkar Þjóðverji:
- Listauka að hætti hússins
- Laxafillet með volgum kartöflum, blómkálssalati og sítrónu- steinseljupestói
- Lamb með stökku hvítu brauði, tómatkryddmauki, spínat- og jarðhneturisottói og lambasoði
- Köku með karamelluhúðum eplum, rommi, vanillu og ís

Við Anton ákváðum að skrópa á árshátíð og fara frekar fínt út að borða bara tvö og hver veit nema við skellum okkur núna um helgina. Það þarf kannski ekki að vera alveg svona fínt en þetta er lokkandi. Ég get þó ómögulega gert upp á milli þessara matseðla. Já, ég er sælkeri :)