fimmtudagur, apríl 29, 2004

...Mongólía...

þriðjudagur, apríl 27, 2004

...dvd kvöldsins...


Ég var að enda við að horfa á the League of Extraordinary Gentlemen og það var ágætt. Mér fannst ég verða að sjá þessa mynd þar sem sumar persónurnar eru byggðar á þekktu bókmenntahetjunum Minu Harker, Dorian Gray, Dr. Jekyl/Hyde, Tom Sawyer og Captain Nemo. Það var ansi fyndið að sjá eftirmyndir þeirra leika lausum hala í ruglubullumynd en það sem var fyndast er að myndin gerist að mestu í London, Feneyjum, Kenya og Mongolíu. Ég er nýbúin að vera í London og Feneyjum, er á leið til Kenya svo Mongolía hlítur að vera næsti áfangastaður þar á eftir. Mig hefur alltaf langað til að koma við þar!

mánudagur, apríl 26, 2004

...dogville...

laugardagur, apríl 24, 2004

...jippý...
Akkúrat núna er kona í búð í Bandaríkjunum að kaupa myndavélina mína :) Fæðingin er hafin!
...ástsæla frón...

Já, ég er líka farin að hlakka til að vafra um landið mitt í sumar!


Hvítserkur. Þjóðsagan segir að þessi drangi sé í raun tröll sem geislar sólarupprásarinnar gerðu að steini.


Mosi breiðir úr sér á svörtu hrauni Fjallabaks og spræna rennur um svartan sand.


Vilt sumarblóm á Skeiðarársandi og Lómagnúpur drottnar í bakgrunni.

föstudagur, apríl 23, 2004

...ég er sjóræningja-apaköttur!...
ég fór á síðuna hennar Sunna og hnuplaði niðurteljaranum hennar :) Það var gaman! Nú getið þið fylgst jafnvel með og ég hversu ört styttist í ævintýrareisu mína :)

miðvikudagur, apríl 21, 2004

...draumastörf...


Ég gæti vel hugsað mér að vera starfskraftur Lonely Planet. Þá fengi ég að ferðast út um allar trissur og kafa djúpt í menningarkima heimsins og færa upplifun mína í orð ferðahandbóka sem ég myndi síðan skreyta með litríkum ljósmyndum. Öllu jarðbundnari draumur er að mastera þýðingarfræði og vinna við að snara splunkunýjum spennandi skáldsögum yfir á íslenska tungu fyrir bókþyrsta þjóðina. Þetta eru afar sætir draumar en ég þyrfti aðeins að trompa enskuna mína upp til að geta látið þá rætast. Ætli fyrsta skrefið verði því ekki framhaldsnám í ensku á erlendri grundu? Jú, það er málið :)
...orðaleikur...

Lokaorðin í bréfi til ferðaskrifstofunnar voru: Looking forward to your confirmation. Þetta er nokkuð skemmtilegt ef rifið úr réttu samhengi og önglað við manndómsvígslu kristinna manna :) Annað sem mér finnst asnalegt í svona formlegu bréfi er að maður hefur það á orðunum dear sirs! - hvers lags kynjamisrétti er það? Hum... það væri líklega hægt að komast hjá svona tvíræðni með útpældara orðalagi en mér finnst akkúrat svona skondin tvíbent smáatriði gefa lífinu lit.
...kenya here I come...


Revered by anthropologists as the 'cradle of humanity', Kenya is wild and a little dangerous. If you're adventurous - and sensible - it promises the globe's most magnificent wildlife parks, unsullied beaches, thriving coral reefs, memorable mountain scapes and ancient Swahili cities.

The Swahili word safari (literally, journey) wouldn't mean much to most people if it wasn't for this East African adventure land. No matter how many Tarzan movies you've seen, nothing will prepare you for the annual mass migration of wildebeests in the Masai Mara.


...vúpí...


Það eru þó nokkrar líkur á að nýja tryllitækið mitt verði keypt í borginni Dubai sem er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það gerir drauminn minn skemmtilega framandi :)


Dubai is the quintessential home of sand, sun and shopping. A century ago, it was a tranquil town whose coral-and-gypsum huts housed Bedouin traders and pearl divers. Today the merchants have gone international and science-fiction skyscrapers stand alongside the mosques and wind towers of Old Dubai.

þriðjudagur, apríl 20, 2004

parasites

...deer tick...


“Disgusting, parasitic animals” —that was Aristotle’s appraisal of ticks, and few people since have rushed to disagree. Ticks live by drinking their host’s blood, siphoned through a beaklike appendage known as the hypostome. These intimate meals might be merely an irritation for humans were it not for the tick’s habit of paying its tab with fever-inducing pathogens. AVERAGE SIZE: 0.10 inch (2.5 millimeters) unengorged.
...common bedbug...


“In nightmarish proportions, a common bedbug appears poised for a blood meal, compliments of a human host. Countless organisms live and feed on us. For some, we're their mainstay; for others, we're just fast food.”

...greenhead fly...


“Thousands of emerald eye facets give the greenhead fly a visual advantage in tracking its target. It then strikes the victim with scissor-like mouthparts that tear flesh and suck blood.”

—From “Body Bugs,” December 1998, National Geographic magazine

föstudagur, apríl 16, 2004

David Doubilet er flinkur kafaraljósmyndari hjá National Geographic. Hér eru tvær sniðugar myndir frá honum. Sú fyrri er af ungum ljónfiski (lionfish) en sú síðari er af beljufiski (cowfish) í rauðum kafarahanska.



"The problem with photography underwater is that you cannot talk to your subjects. They look at you with fish eyes, and you look back at them with human eyes. And they comprehend nothing."


...smá vangavelta í lokinn - þessir fiskar líkjast ekki baun belju eða ljóni! - hvaða flippari skírði þá eiginlega?
...dúkkubörn...
Svan vinur hans Antons er í skóla í Japan og eyddi jólunum þar í góðu yfirlæti hjóna sem áttu dúkku fyrir barn. Dúkkan og reyndar dúkka dúkkunnar líka, áttu sitt sæti við borðið og voru mataðar af jólakrásunum. Flestar jólagjafirnar voru einnig til stærri dúkkunnar.

Um daginn skoðaði ég myndir 1, 2, 3, af þessum hátíðarhöldum og gat vart varist hlátri. Síðar fékk ég Svan sjálfan til að segja mér frá viðburðinum og fannst mér þetta allmerkilegt. Áðan fann ég svo þessa mynd og viðeignadi texta á National Geographic síðunni og þá áttaði ég mig á því að dúkkubörn eru ekki svo fráleidd hjá japönskum konum.


Japanese society has made child bearing almost a sacrament for women. Ironically, modern Japanese women are not having too many babies, and Japan now has one of the lowest fertility rates in the industrial world. But with the older women, motherhood still defines them. These women, sometimes senile, revert back to their younger days when they were involved in the important task of child-rearing. This woman, who lost her children during World War II, spends her days recalling the happy time in her life when she was doing what she was meant to: raising children.




Ljósmyndaáhuginn minn hefur færst upp um stig! Núna hef ég augastað á Canon EOS 300D rebel vél og hana ætla ég að eignast. Svo er bara að læra á hana og fara að taka myndir. Verð helst að eignast hana í gær svo ég verði nógu flink að nota hana í Afríku eftir rúman mánuð!


miðvikudagur, apríl 14, 2004

föstudagur, apríl 09, 2004


...langur göngutúr í takt við daginn...
Í úðaregni viðruðum við Anton okkur og gengum meðfram sjávarsíðunni allan hringinn kringum Seltjarnarnesið. Sjávarniður og þangilmur hafa allt jafn sefandi áhrif á mig og ekki spillir sjónarspilið fyrir. Það sem hefði fullkomnað myndina væri forvitið hundspott í taumi.

fimmtudagur, apríl 08, 2004


... góður dagur og samsæriskenningar ...
Það er páskafrí, ég er að fara að skemmta mér í góðra vina hópi og mamma hans Antons gaf mér risastórt páskaegg. Kannski það séu falin skilaboð í egginu því "unginn minn" er hæna með tvo unga í hreiðri :) Alla vega verður hún að bíða um stund því ég sit enn sem fastast á mínum gulleggjum :)

fimmtudagur, apríl 01, 2004

skólafélagablogg
Það er alltaf gaman að lesa Hjalta hann er afar lunkinn með pennann (ohh... lyklaborðið!) og skemmtilega frjór bloggari. Stelpa er svo með snilldar færslur í dag. Hún er að taka við framlögum frá aðdáendum/netvinum sínum til þess að hún geti keypt sér sexý nærföt. Hún er meira að segja með svona greiðslusíðu á netinu svo gjafmildir geti skráð kortanúmerið sitt strax inn áður en að stóri heilinn fer að virka aftur :) Svona eiga blogg að vera - ég er ekki nógu klár í þessu enda hef látið vera að blogga í svoldinn tíma núna. En það geta víst ekki allir verið snillingar :)

Krýning
Jessica Alba skorar fullt hús stiga á fullkomnunar-standar mínum - hér með set ég hana skör lægra en Monicu Bellucci sem allir vita að er guðdómlegust. Alba nær henni ekki alveg í frábærleika enda aðeins yngri að árum og óreyndari ;) Hana vantar enn eitthvað af stigum í persónuleikann! Af Moniccu Bellucci er annars það að frétta að hún á von á sínu fyrsta barni. Síðasta afrek hennar á leiksviðinu var hlutverk Maríu Magdalenu í The Passion of the Christ sem ég á enn eftir að sjá. Mér skilst samt að fegurð hennar beri af í þessari mynd eins og venjulega.
Nú er ég glaðmenni!
Vinnufélagi var að benda mér á tilvonandi brakandi sætt páskafrí sem ég var ekkert farin að spá í. Ég var meðvituð um páskafríið í skólanum en frí í vinnunni var ekki inni í myndinni. En nú er ég glaðmenni - fimm daga frí í vændum. Gúrme-grísinn ég kem til með að nota tímann vel til afslöppunnar og almenns dekurs. Ég ætla að lesa nokkrar bækur, sofa vel út, borða páskaegg og horfa svo á fullt af Dark Angel og Spooks þáttum. Vá hvað frelsistilfinningin er yfirþyrmandi - sem betur fer yfirþyrmandi góð ;) En fyrst að góðir tímar eru framundan ætla ég að taka smá lærdómsmaraþon fyrir sæluna. Ég er að fara í lokapróf á þriðjudaginn í miðaldabókmenntum og hégóminn kitlar - mig langar að standast það með glæsibrag svo nú er bara að bretta upp ermarnar...