laugardagur, júní 26, 2004

...Loksins tilbúin...
Heimasíða okkar Antons um Kenyaferðina er að hlaðast inn á veraldarvefinn í þessum rituðu orðum. Hún ætti að vera tilbúin til skoðunar innan fárra mínútna. Fæðingin hefur ekki alveg verið átakalaus en við höfum setið sveitt yfir þessu í yfir fimmtíu klukkutíma. Við skemmtum okkur þó ágætlega svo sá tími verður ekki sútaður. Þetta


eru ormagöngin yfir á síðuna. Vonandi njótið þið þess að skoða hana og vinsamlegast kvittið í gestabókina :)

föstudagur, júní 25, 2004

...Myndir frá Óðinsvé...

Ingibjörg Svana nýja litla frænka mín hjá Steina stóra bróður.


...og svo stórfjölskyldan öll.

Nú erum við Anton búin að eyða yfir þrjátíu tímum í taka saman myndir og texta úr ferðinni okkar. Þetta er ekki alveg komið hjá okkur en það styttist í það.


miðvikudagur, júní 23, 2004

Hamingjuóskir í frændgarð!
Ég er orðin frænkunni ríkari :) Þann 16. júní eignuðust Eyrún og Ásgeir sitt þriðja barn í Danaveldi. Engar spurnir hef ég af því hvað unginn mun heita og ekki eru enn komnar inn myndir á vefinn en ég bíð spennt :)

...stríðsástand á Vesturgötu...
Kvöldið áður en ég hélt af landi brott flutti ég allt mitt hafurtask enn einu sinni bæjarhlutanna á milli. Núna er ég sem sagt alflutt í Vesturbæinn. Heimkoman varð því enn meira óaðlaðandi þar sem heimilið var stútfullt af kössum og sundurliðuðum húsgögnum. Sem betur fer er að komast á værð aftur. Nánast öllu hefur verið fundin staður og í dag settum við upp hillur á baðið fyrir allt pjattdóttið okkar. Þó allt sé að komast í góðan farveg get ég ekki sagt að ég sé glöð yfir heimkomunni. Ég er meira að segja svo óhress að ég er búin að kynna mér hvað það myndi kosta mig að fara aftur út á sama stað þann 25. júní :) En þar sem það er ekki raunhæfur draumur hef ég snúið mér að því að skipurleggja hugsanlegt jólafrí. Egyptaland er góður skotspónn og höfum við Anton legið yfir Lonely Planet Egypt og veraldarvefnum. Einnig höfum við komist að samkomulagi um að flýja land næsta vetur og fara í nám við einhvern framandi háskóla. Nú verður buddan reyrð svo draumarnir geti orðið að veruleika - pulsur og bananar á matseðlinum okkar :)

föstudagur, júní 18, 2004

Komin heim eftir draumaferð - vildi óska að ég hefði aldrei þurft að koma heim :) Ferðasagan kemur síðar. Ég er veikur og nenni ekki að skirfa. Anton og Sunna hafa skrifað svoldið um ferðina og fyrir forvitna er vel vert að skoða bloggið þeirra. Við Anton ætlum síðan að gera spes heimasíðu með ferðasögunni í máli og myndum.