föstudagur, júlí 30, 2004


Wish You Were Here
So, so you think you can tell heaven from hell, blue skies from pain
Can you tell a green field from a cold steel rail? A smile from a veil?
Do you think you can tell?

And did they get you to trade your heroes for ghosts? Hot ashes for trees?
Hot air for a cool breeze? Cold comfort for chains?
And did you exchange a walk on part in the war for a lead role in a cage?

How I wish, How I wish you were here.
We're just two lost souls, swimming in a fish bowl, year after year.
Running over the same old ground. What have we found? The same old fears.
Wish you were here.

Pink Floyd
Wish You Were Here

Við erum enn föst í viðjum snillinganna bara búin að færa okkur aftur tímaásinn. Núna hlustum við á Wish You Were Here og Dark Side of the Moon.

þriðjudagur, júlí 20, 2004


Ég er að lesa þessa - stórhrifin.

Ég treð í mig menningunni þessa daganna :) Tónlist og texti gegnumsýra mig og með klókindum náði ég að spyrða þriðja miðlinum saman við súpuna. Ég sá nefnilega kvikmyndina The Wall um helgina - súrealískur draumur í dós sem trompar snilld Pink Floyds óneitanlega upp um nokkur þrep. Sem almennur listunnandi og áhugamaður um grafíska hönnun segi ég bara váááááááá.

Hum... telst púsl til menningar? Eða er það forheimskandi eins og hlaupabrettið sem ég skeyti skapi mínu á?
...Hello? Is there anybody out there?...
Við Anton og Skúli höfum stofnað samfélag nátthrafna sem af sameinuðum krafti glímir við ýmsar þrautalausnir í maraþonsskömmtum.  Vafalaust sigrum við heiminn á endanum en þangað til sitjum við "Comfortably Numb" undir álögum Pink Floyds.  The Wall umvefur okkur í einangruninni og við sjúgum í okkur snilldartexta og sæluvíma hríslast um okkur.  Það er nokkuð magnað hvernig seiðandi tónlistin hrífur okkur öll á sama hátt - við erum öldur á sömu bylgjulengd :)

mánudagur, júlí 12, 2004

...sumarfrí...
Hvað gerir bókaormur í sumarfríi? Sekkur sér ofan í Calculus og gestaþrautir :)
...I love you...
Á flakki mínu um netið rakst ég á bloggskrif um hvað okkar ástsæla tunga sé takmörkuð og hallærisleg þegar hjartans mál eru tjáð. Skrifara fannst rómantískara að vera ástfanginn á ensku en ekki voru allir á eitt sáttir um það og fjörug umræða hófst í kommentakerfinu. Einhver póstaði eftirfarandi ljóð sem sýnir klárlega að tungan okkar gefur enskunni ekkert eftir í tilfinningaþrunga. Reyndar kemur ljóðið úr smiðju stílsnillings en ef ég leiði hugann að einfaldari ástarjátningum þá verð ég að segja að mér finnst minni tilfinning og meira fals búa að baki "I love you" heldur en setningunni "ég elska þig". Mér finnst "I love you" vera frasi sem maður ælir út úr sér jafn oft og hverju öðru kækorði. Hugur fylgir oftar máli þegar orðin "ég elska þig" eru rödduð. Einlægni og kjarkur knýja titring raddbandnanna. Þetta eru líklega of djúpar pælingar - auðvitað er þetta einstaklingsbundið og ekki svona auðvelt. En alla vega eru þetta mínar skoðanir sem ég hef ígrundað af og á síðustu daga í tengslum við þetta ljóð sem virðist ekki ætla að líða mér úr minni. Það er einfaldlega of magnað:

Ég veit ekki ráð mitt. Ég veit það eitt:
mitt vesala hjarta berst.
Allt er kalt. Mér einum er heitt.
Til einskis báli ég verst.
Ég hef þig, einsasta, ástþráða mey,
í allan dag ekki séð,
en renni svo sól að ég sjái þig ei,
þráir sála mín dauðans beð.

Ó þú, ég elska þig, elska þig meir’
en íslenskt mál getur sagt,
sterkt eins og þjáning þjakaðs, er deyr,
og þungt eins og forlagamagt.
Ó þú mín elskaða! hjarta mitt heitt
reynir að halda í stilli sér
En þúsund eiðar er’ ekki neitt
mót augnarenning frá þér.

Ég fer ei með lygi, fals eða tál:
Nú fyrst ég veit hvað er ást.
Af brennandi hjarta sver það mín sál
við þann sannleik er aldregi brást:
Ég taka skal þína mjúksterku mund
Það er meinsæri, verði það ei,
þú mín fyrsta ást, þú mitt forlaga sprund,
þú mín forkunnar inndæla mey.

Hannes Hafsteinn

...svona eitt að lokum, Hannes fékk sína ástþráðu mey á endanum!

þriðjudagur, júlí 06, 2004

...Hugleiðingar um flugur...
Það var fluga heima hjá mömmu sem elti hana hvert fótmál. Mamma sagði henni oftsinnis að hún væri ekki velkomin en flugan lét sér ekki segjast. Á endanum rann það upp fyrir mömmu að hér væri kominn draumaprinsinn hennar í álögum og hann væri einfaldlega að bíða eftir kossi. Ásta frænka var sammála prinsakenningunni en hún hélt að álögin myndu virka þveröfugt - að mamma myndi breytast í fluguprinsessu. Anton heldur að mamma hafi kysst fluguna og sé núna orðin flugan sem er í heimsókn hjá okkur. Eins og tengdamömmur gera gjarnan suðar þessi stöðugt og skiptir sér af öllu. Antoni er nóg boðið svo nú hleypur hann um allt með flugnaspaða!