fimmtudagur, október 28, 2004


buhu huhu...
Leiðmennið ég er félagslega einangrað í netheimum - enginn kommentar eða sendir mér skeyti - buhu huhu - ææ aumingja ég!
símsvarinn
"Velkominn í þjónustusímann á Kleppi. Ef þú þjáist af:
- þráhyggju, skaltu ýta í sífellu á 1.
- ósjálfstæði, skaltu fá einhvern til að ýta á 2 fyrir þig.
- klofnum persónuleika, skaltu ýta á 3, 4, 5 og 6.
- ofsóknarbrjálæði, þá vitum við hver þú ert og hvað þú vilt. Bíddu á línunni svo við getum rakið samtalið.
- ranghugmyndum, veldu 7 og við gefum þér samband við móðurskipið.
- þunglyndi, þá skiptir ekki máli á hvaða hnapp þú ýtir - það svarar þér enginn hvort eð er.
- lesblindu, skaltu velja 696969696969 ..
- taugaveiklun, skaltu fitla við ferninginn þar til einhver svarar.
- minnisleysi, skaltu velja 8 og segja nafn þitt, kennitölu, símanúmer, fæðingardag, heimilisfang, skónúmer og fullt nafn móður þinnar.
- óákveðni, skaltu skilja eftir skilaboð á eftir tóninum eða á undan tóninum eða á eftir tóninum. Vinsamlega bíðið eftir tóninum.
- skertu skammtímaminni, veldu 9...
- skertu skammtímaminni, veldu 9...
- skertu skammtímaminni, veldu 9...
- skertu skammtímaminni, veldu 9..."

miðvikudagur, október 27, 2004

...soul searching...

þriðjudagur, október 26, 2004

Táknfræði, auglýsingar og fallískt augnaráð
Ég er alveg horfin inn í táknfræðina þessa dagana. Tvíræðni, merkingaraukar og sjónarspil hafa alltaf heillað mig sem sést vel í því að auglýsingar voru uppáhalds sjónvarpsefnið mitt þegar ég var lítil. Áratugi síðar stefndi ég að því að verða grafískur hönnuður til að geta innlimað mig algjörlega í heim auglýsinganna. Eitthvað brugðust þau plön og ég afvegaleiddist yfir í líffræðina um skeið. Nú er ég aftur komin á beinu brautina því bókmenntafræðin hefur alvopnað mig greiningartækjum til að tækla þennan menningarkima. Heilinn neistar og gneistar af einskærum unaði yfir fyllingu áhugamálsins. Mig langar svo til að deila með ykkur þessum hluta af mér því ég er viss um að það leynist auglýsingaspekúlant í ykkur öllum. Þetta eru svona smá Robert Langdom fræði!

Hér er því komin mjög skemmtileg og auðmelt "netglærusýning" sem tengist námskeiði í fjölmiðlafræði við Háskólann í Vermont. Þetta er svona í megindráttum það sem ég er að pæla í. Það tekur smá tíma að skoða þetta en ég get fullvissað ykkur um að þetta er þess virði. Þið verðið læsari á menningu okkar og auglýsingar almennt og ég get lofað ykkur að þið kímið.

Af yfirráðum karla og undirgefni kvenna - the male gaze
John Berger sagði eitt sinn, "Men 'act' and women 'appear.' Men look at women. Women watch themselves being looked at."

Ef þið fenguð ekki nóg af fyrri "netglærusýning" þá er hér önnur "netglærusýning" um fallískt gláp í tískuauglýsingum. - Mjög skemmtilegt líka :)

mánudagur, október 25, 2004

Meira stælt og stolið...
Mér finnst þetta mjög fyndið:

Er að kynna mér borg í útlöndum með það í huga að flytja þangað. Fer inn á offical heimasíðu borgarinnar og þar er linkur sem vísar á "The City’s advantages". Það poppaði upp nýr gluggi sem í stóð "Page not found".

Tekið af Antonsbloggi.

Ég stal þessari mynd af myndasíðu Stellu og Kristjáns. Mér fannst hún alveg skórkostleg, sérstaklega vegna þess að ég er á kafi í kvennafræðigreiningum bæði í listfræðinni og áströlsku bókmenntunum - reyndar í menningarfræðinni líka. Kannski finnst engum þetta fyndið nema mér!
Samúðarskeyti
Ég votta aðstandendum innilega samúð mína samanber bloggfærslu Njallans:

Náinn vinur fallinn frá

Ástækær gullfiskur okkar, Bara, til heimilis í Trévatni, Kaplaskjólsvegi 51, Reykjavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 23. október. Jarðarförin fór fram í kyrrþey.

Óli Njáll Ingólfsson
Sunna Mímisdóttir
...doggy...

ljósmyndari Hörður

Manitoba, Kanada, verður líklega áningastaður minn næsta vetur þar sem ég stúdera kvikmyndafræði í góðu tómi. Sameinast þar útþrá mín og draumurinn um að vera laus úr prísund kapitalískrar vinnu um stund. Ástralía og Nýja Sjáland voru efst á óskalistanum í vali á útlandaskóla en UofM hefur vissa kosti. Ég fer bara í masterinn til andfætlinganna.

föstudagur, október 22, 2004

pöddurnar hennar Haley rokka!










Ég vildi að flóran hér væri fjölbreytilegri - þá væri ég alltaf að vingast við skemmtilegar pöddur með macrolinsu á myndavélinni. Pöddur eru svo heillandi og mikil lífsins undur.

mánudagur, október 11, 2004

...afsakið hlé...