sunnudagur, nóvember 28, 2004

koffín girlpower
Ég fann ólyfseðilsskyldar koffíntöflur í apótekinu áðan sem eru vægast sagt töluvert ódýrari en orkudrykkir og virka betur ef eitthvað er. Núna er ég hyper glaðmenni, loksins laus við svefnsýki og slen síðustu daga - hófst daginn sem ég purkaðist yfir mig eins og áður segir. Ég er á kafi í heimildarvinnu - verst að það virðist ekkert hafa verið skrifað um hina nýju kynslóð kvenhetja sem eru ósigrandi í bardaga og eru í aðalhlutverki. En ég hef mínar kenningar svo þetta reddast alveg. Fleee...

föstudagur, nóvember 26, 2004

mig langar í bjór... fjárans enn þá föst í vinnunni... bjjóóóóóóóóórrr... það bíða mín tveir kaldir budwar heima... slikkupp...

p.s. góða helgi ;)

Ég ætla að spandera sumarfríi fram í miðja næstu viku svo ég geti notið þess að gera tvær lokaritgerðir. Ég hafði einhvern veginn gert ráð fyrir að skólinn kláraðist í dag en hann verður víst alveg fullswing út næstu viku. Ég meika ekki klepptörn í ritgerðarvinnu - betra að njóta þess að grúska, þetta eru nefnilega svo skemmtilegar ritgerðir sem ég er að fara að skrifa.

Annars er það helst í fréttum að ég er að fara í spennandi tvöfalt fimmtugsafmæli á morgun - eina vandamálið er að ég er búin að sprengja utan af mér sparifötin en ég verð bara skemmtiatriði sem skýtur tölum í allar áttir - svona eins og leiðinlega frænkan í Harry Potter, haha :)


Þar sem ég verð í fríi á þriðjudaginn get ég einnig farið og fengið mér bjór með samnemendum mínum í fyrsta sinn í vetur, en þá verður orðastaður Torfhildar. Gaman, gaman, þó annað vandamál sé tengt því - ég er búin að slíta gallabuxunum mínum og það er alltaf geðveikt vandamál að finna nýjar og augljóst er að ég get ekki án gallabuxna verið og ég á bara einar aðrar buxur og þær eru lummó! Æ vandamál eru bara til að sigrast á - ég redda þessu einhvern veginn.


Þó að próf og ritgerðir séu mjög spennandi viðfangsefni get ég vart beðið jólafrísins, þá get ég nefnilega (vonandi) leikið mér svoldið með myndavélina mína. Ég hef næstum ekkert sinnt henni frá því í lok ágúst. Sorglegt, hún er svo skemmtilegur vinur. Svo verða Heiða og Einar gúrmekokkar á landinu til að gleðja mig með dýrindis veislumat. Svo sakna ég líka föndursins, ég ætla mér að klína nokkrum asteka fuglum á striga, gaman, gaman. Og svo kannski...

fimmtudagur, nóvember 25, 2004


Ergilegt að vera svo mikill purkur að maður sefur yfir sig og missir af skemmitlegum tíma í skólanum. Ég er búin að vera spæld í allan dag, finnst ég hafa misst af merkilegasta tíma vetrarins. Svona er ég klikkuð :)

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Vegið að Antoni
Fyrir mína tíð var Anton dólgur poppmellna á borð við Tattoo og Atomic Kitten en núna hlustar hann mest á Pink Floyd, Coldplay og Radiohead (allt kvenlausar hljómsveitir). Ætli ég hafi rænt hann strákaköltinu? Reyndar er hann forfallinn Hatttrick spilari núna (Hatttrick er net fótlboltaleikur) og er hrifinn af hörkustelpum (action heroines) kvikmynda og bókmennta. Ég kvarta alls ekki, fegin er ég að vera laus við sykurhúðaða poppið og ég held að ég gæti ekki verið hrifnari af mínum manni en ég er nú. - Þessi þankagangur tengist ritgerðarvinnu minni þessa daganna. Ég er að stúdera þróunn kvenhetja í heimi kvikmynda, frá femme fatale noir myndanna til Sydney Bristow og Buffy vampírubana. Auðvitað snýst þetta allt um eitt uppáhalds hugðarefni mitt - fallíska augnaráðið, hvernig kallar horfa og konur sjást.

sunnudagur, nóvember 14, 2004


jæja best að að bora sig í bækurnar!
my buddy

Ég fann mér eitthvað skemmitlegt að gera um heligna, júppí. Í gærkvöldi bar gesti að garði og Risk var spilað frameftir nóttu. Lærdómurinn hefur nú samt orðið ansi vel útundan þessa helgi og samviskan nagar magann minn samt get ég ómögulega undið mér að honum. Best að eyða aðeins meiri tíma á netinu :)

föstudagur, nóvember 12, 2004


Tattos, piercings & body markings have for millennia played roles in many cultures, serving as identification, protection and decoration. Photographer Chris Rainier has traveled the world capturing images of this ancient - and modern - art



For many men in West Africa, scarring is a form of tribal initiation and a sign of bravery. Done with razor blades, the painful process starts at puberty and continues into adulthood. Each tribe has distinctive tattoo designs; this man’s markings indicate his village and his clan and include black magic symbols to keep away evil spirits.



Elaborate religious tattoos adorn a man at the Burning Man festival in the Nevada desert. He is a follower of the Modern Primitivism movement, part of a subculture that includes extensive tattooing and piercing. Modern Primitivists believe body markings and other tribal traditions help reconnect them to the world and emphasize their own identity.



The Maori culture has a long tradition of tattooing, which dated back centuries until the Europeans outlawed it in the 1800s. These Auckland men belong to the anti-European Black Power Group. Their tattoos are a combination of traditional Maori tattoo art, called moko, and symbols picked up from the U.S. Black Power movement of the 1960s.



A Mursi woman from the Omo Valley in southern Ethiopia is adorned with face markings and a lip plate, considered signs of beauty among the Mursi.



Within Japanese culture mafiosi are known for their intricate full-body tattoos of mythological characters. Tattoos are also considered a sign of initiation into the mafia. The process (now done with modern tattoo guns) can take up to two years to complete. Tattoos are admired for their color and patterns.
júppí - fyrsta tilboðið í íbúðina okkar er á leiðinni...

Föstudagsgleði
Ég er að komast í helgarfrí og í fyrsta sinn síðan í byrjun september þarf ég ekki að liggja í ritgerðarvinnu. Unaðslega frábært - nema ég veit ekki alveg hvað ég á af mér að gera. Ég kem náttúrulega til með að elda, læra og sofa, en mig þyrstir í mikilfengleika. Einhverjar hugmyndir?

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

To Tina, On the Occasion of Her New Breasts
By Rupert Hogwalloper


Tina, Tina
I've never seen a
Pair of paps like those.
Two proud titties
Sitting pretty
And pouting through your clothes.
Grown from Nature's small creations,
Thanks to Mankind's skill and patience.
See the ripened fruit that burgeons
And thank the Lord who gave us surgeons.
Litboltamóti Torfhildar aflýst!
Snökt, ég sem var svo spennt, hugðist taka mér frí frá vinnu! Hið fornkveðna sannast enn og aftur, bókaormar eru litlir sportistar. Þeir eru meira fyrir að sötra bjór og lesa ljóð.
Blómstrandi samsemd


Já þessa dagana blómstra ég ásamt plöntunni í stofuglugganum. Ég tók mér frí frá vinnu mánudag og þriðjudag og lifði eðlilegu heimilislífi. Í morgun komu Bókatíðindin inn um lúguna hjá mér og ég eldaði hunangs/sinneps gljáðan grillaðan silung með gullrótum, salati, kartöflum. Íbúðin okkar er komin á sölu og nokkrir hafa komið og skoðað. Ég hef augastað á þessari íbúð í Sörlaskjólinu sem stendur en allt er óráðið enn þá.

mánudagur, nóvember 08, 2004

Jæja
Ég var alveg að tapa mér í eigin hvirfilbyli, það var allt of mikið á minni könnu svo ég ákvað að "búa til" smá frí í kringum mig. Um helgina er ég bara búin að hafa það gott og hef ýtt öllum ömstrum frá mér. Ég er búin að fara í sund, lesa og horfa á sjónvarpið, sofa, kíkja í labbitúr og bókabúð og svo náttúrulega sofa. Ég er líka búin að elda tvö kvöld í röð en það hef ég ekki gert lengi vegna vinnunnar. Það er ótrúlegt hvað það er afslappandi að elda, ég kem líklega til með að gera meira af þessu í framtíðinni. Í dag tók ég mér svo frí í vinnunni og sinnti lærdómnum smá en lét hann samt ekki trufla mikið við afslöppunina. Afslöppunin er ljúf, aahhhhh...

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Lítil afmælisprinsessa
Hún Hjördís María litla frænka varð tveggja ára núna 25. október og það fór alveg framhjá mér í mínum hvirfilbyli. Hún er algjör grallari og veit alveg hvað hún vill. Ég sé hana ekki oft því hún býr í Óðinsvé en í gegnum netið berast mér sögur af henar högum. Nú fyrir stuttu bloggaði mamma hennar þessa skemmtilegu lýsingu á hefðbundnum degi í lífi Dísu skvísu. Brosið hefur ekki runnið af mér síðan ég las þessa færslu:



"Vaknar, vill fá að borða (nú ekkert óeðlilegt við það) borðar á labbinu, allur sófinn orðin brauðmylsna, klædd og greidd, aðeins öskrað, rifið úr sér teygjurnar, hleypur í burtu, slekkur kannski svona tvisvar til þrisvar á sjónvarpinu, jæja og svo loksins kemst hún út, hleypur aðeins í burtu og svona --- svo er hún sótt til dagmömmunnar um 3 leytið, byrjar á að öskra þegar hún er sett í bílstólinn: eim, eim = heim, brau, brau, ma,ma=drekka og auðvitað er ég með þetta ellt saman tilbúið handa henni í bílnum, svo leggjum við af stað að sækja Steina og hún syngur og trallar á meðan hún er að borða og svo skyndilega kemur kannski glas eða brauð fljúgandi framí, og þá er friðurinn úti, það á að rétta henni þetta allt saman og ekki seinna en núna, eftir að við komum heim er hún alveg dásamleg uppá borði uppá sjómvarpinu, bakvið sjónvarpið, uppí hillu, ofaní vagninum og svo dettur hún auðvita nokkrum sinnum. Nú þegar hún er orðin þreytt á öllu þessu príli tekur við stríða Steina stundin, aðeins að lemja hann með hinum ýmsu áhöldum, klípa, nú og svo slökkva á sjónvarpinu ef að hann er að horfa ;) Matartíminn (þá fer að styttast í háttartíma) nú mjög erfitt að sita kyrr og borða svo diskurinn fer ca. 2-3 í gólfið, glasið mjög oft og svo kemur maturinn fljúgandi yfir allt matarborðið. Nú svo þegar hún er búin vill hún fara frá borðinu og sitjast í alla stólana og borða af öllum diskunum (svolítil Gullbrá í henni), nú er hún yfirleitt sett í bað svona til að eyða tímanum að háttartímanum, það gengur yfirleitt mjög vel því þar unir hún sér rosavel, en svo er það háttartíminn, förum inn um 8 og ég er kannski komin aftur fram um 10 leitið og þar eru reynd öll trikk sem til eru, vatn pissa (einsog að það ætti að skipta máli er með bleyju) meiddi hér og þar en svo eftir mikil slagsmál við að halda henni í rúminu þá slökknar bara allt í einu á henni. Og öllu heimilinu!!!"

Já litla frænka mín er skemmtileg. Ég vildi að ég sæi hana oftar.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

ólétt!

Eru skilaboðin ekki skýr þegar samstarfsfólk spyr mig á mánaðarfresti hvort ég sé virkilega ekki ólétt! Hummm... ég verða að reyna að sporna við þessari bumbuþróunn áður en hamingjuóskunum rignir yfir mig. Það er vandlifað í þessum heimi.

mánudagur, nóvember 01, 2004

mosquitos are the worst

Hörður benti mér á þessar teiknimyndir. Þær eru mjög steiktar en það er svoldið gaman að þeim. Grafíkin í sumum þessara nýjustu heillar mig líka á einhverju leveli.

gnome bubbles

just tell me where you've hidden the sugar and this will all be over