Nú er mér eiginlega alveg batnað af þeim meinum sem ég hlaut af byltu minni í síðustu viku. Ég get hreyft mig eins og mig lystir og andað eðlilega, það eina sem ekki er enn í lagi er að ofarlega á bakinu er bólguköggull sem ég meiði mig ógeðslega mikið í þegar ég hlæ, svo mikið að ég tárast næstum. Það skondna er að ég hef hlegið óendanlega mikið um helgina, fólk hefur meira segja haft orð á því að það hafi aldrei séð mig hlægja svona mikið. Masó hvað? ;)