laugardagur, janúar 29, 2005


ástarjátning draumaprinsins
"Með rauða rós ég til þín hleyp, því þú ert algjört sugarbabe!

mánudagur, janúar 17, 2005

Nú er mér eiginlega alveg batnað af þeim meinum sem ég hlaut af byltu minni í síðustu viku. Ég get hreyft mig eins og mig lystir og andað eðlilega, það eina sem ekki er enn í lagi er að ofarlega á bakinu er bólguköggull sem ég meiði mig ógeðslega mikið í þegar ég hlæ, svo mikið að ég tárast næstum. Það skondna er að ég hef hlegið óendanlega mikið um helgina, fólk hefur meira segja haft orð á því að það hafi aldrei séð mig hlægja svona mikið. Masó hvað? ;)
Ómerkilegt meinhorn!
Stundum er fúlt að búa á Íslandi og geta ekki gengið að þeim bókum vísum, sem mann langar í, þegar manni hentar. Fussum svei og argagarg. Þetta er nú svei mér ósanngjarnt (eða líklega er ég of kröfuhörð!). En hvað um það, ég fann alveg nokkrar bækur í staðinn í bókabúðinni sem ég vissi ekki fyrr að mig langaði í :)

Ein mynd af prinsessunum frænkum mínum
Emilía er alveg splunkuný á þessari mynd ;)

laugardagur, janúar 15, 2005

Við Anton fórum að sjá Finding Neverland í gær og ég verð að segja ykkur að það er alveg yndisleg mynd. Ég þurfti að stilla hlátri mínum í hóf svo ég gerði okkur ekki að athlægi. En ég er enn þá ofsalega kát og létt í lund eftir áhorfið. Einnig fórum við á TGI friday's og snæddum yfir Idolinu og skemmti ég mér konunglega - ég held hreinlega að þetta hafi verið fyrsti Idol-þátturinn sem ég sé svona í heild sinni. Svo er mér alveg að verða batnað eftir að hafa dottið í ísilögðum tröppum í síðustu viku. Bara allt gott sem sagt!

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Fyrsta alvarlega mismæli ársins
Í hádeginu í dag þegar ég var ósofin og heilasoðin eftir fimmtu tólf tíma kleppsvinnu næturvaktina í röð missti ég út úr mér orðið eftirlífsþegi og átti þar með við nágranna minn sem þiggur ellilífeyri og lifir einhverskonar lífi enn þá að því er ég best veit. Svo fór ég í apótekið og var víst heldur annarleg því allt kom öfugt út úr mér og afgreiðslustelpan horfði á mig eins og hún hefði aldrei séð neitt fyrirlitlegra.

laugardagur, janúar 01, 2005

***   G L E Ð I L E G T   N Ý T T   Á R   ***


***