
Við fórum í Perluna í gær og það var undurgott og stórfenglegt. Ég var algjör pæja aldrei þessu vant, í háum leðurstígvélum og designer hvítum jakka (og auðvitað slatta af öðrum fötum líka). Við ákváðum að borða af "allt í steik matseðlinum," en hann var eftirfarandi: andalifrafrauð og ítalskt parmaskinnkusalat með appelsínu og portvínssósu fyrir Hjördís og grafinn lax með graflaxsósu fyrir herra Anton. Svo fengum við dýrindis nautasteik með rauðvínssósu og gúmmelaði og svo súkkulaðifrauð í eftirrétt. Með herlegheitunum drukkum við ótrúlega gott rauðvín frá Chile,
Móðir jörð, algjört slikkupp. Ég var svo södd eftir matinn að ég náði vart andanum og með áhrifum frá víninu og snúningi Perlunar varð lífsreynslan ansi súrealísk :) Það var svartaþoka svo útsýnið var ekki mikið en það gefur bara tækifæri á að endurtaka skemmtunina síðar.
Af framkvæmdum get ég aðeins sagt að okkur tókst ekki að klára allt heila klabbið. Reyndar virðist sem við höfum varla gert neitt um helgina en þó vorum við nokkuð iðinn. Þetta sækist seint, það er óhætt að segja, en það er smám saman að komast mynd á þetta svo við gefumst ekki upp :) ...to be continued...