föstudagur, febrúar 25, 2005


Partýstand á morgun :) Um daginn verður Emilía skírð og um kvöldið heldur Sunna útskriftarveislu. Ég er svei mér þá að spá í að skralla bara svoldið. Það eru ár og öld síðan ég hef dottið í það, svo nú er kominn tími til :)

Skál og góða helgi ;)
Veit einhver hvar maður fær fallega og veglega löbera, jafnvel úr flaueli eða eitthvað álíka?
Lagið um það sem er bannað
Munið þið eftir þessu lagi? Skondið ekki satt? Laglínurnar skjótast upp í kollinn á mér í tíma og ótíma og ég söngla af innlifun og brosi út að eyrum :)

Það má ekki pissa bak við hurð
og ekki henda grjóti ofan´í skurð,
ekki fara í bæinn og kaupa popp og tyggjó
og ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó.

Það má ekki vaða út í sjó
og ekki fylla húfuna af snjó,
ekki týna blómin sem eru úti´í beði
og ekki segja "ráddi" heldur "réði".

Þetta fullorðna fólk er svo skrítið,
það er alltaf að skamma mann,
þó maður geri ekki neitt,
það er alltaf að skamma mann.

Það má ekki skoða lítinn kall
og ekki gefa ketti drullumall,
ekki skjóta pabba með byssunni frá ömmu
og ekki tína orma handa mömmu.

Það má ekki hjóla inn í búð
og ekki gefa litla bróður snúð,
ekki fara að hlæja þó einhver sé að detta,
-ekki gera hitt og ekki þetta!

Þetta fullorðna…
Rambl
Um hánótt hamast ég eins og óð, kófsveitt og rjóð. Gott geim hérna í vinnunni, endalaust stuð, Emilíana Torrini syngur hástöfum og vélarnar hafa vart undan mér. Ég er ofvirk :) flúppí.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005


Þetta er nýjasta myndin af okkur Antoni. Eins og sést erum við að rifna úr kæti þessa dagana og ástin dekrar við okkur. Á hverjum degi tel ég mig hafa trompað hamingjuna en daginn eftir svíf ég ofar í algleyminu. Lífið er ljúft!

Þessi augu tengjast örlítið þemanu sem verður í málverkunum í stofunni heima. (Það verður þó hvorki svart né koma augu þar við sögu!) Við Anton erum að útfæra föndrið. Annars erum við að spá í að hafa verk eftir okkur í nánast öllum herbergjum og svo auðvitað ljósmyndir þegar þær verða framúrskarandi. Gaman, gaman.
andvaka

það er erfitt að hafa hljótt og virða svefnvenjur annarra þegar maður sjálfur getur ekki sofið og svaka kraftur býr í manni. Ég er á framkvæmdarsokkunum en get voða lítið gert svona hljóðlega. Ég er búin að vera að raða geisladiskum upp í hillu og komst að því að við eigum ótrúlegt magn af geisladiskum sem við hlustum aldrei á. Ég tými hreinlega ekki skápaplássi undir slíkt. Það væri kannski ráð að fara í svona skítuga safnarabúð og selja einfaldlega eitthvað af þessu í stað þess að pakka þessu og gleyma í geymslu. Hummm... Kannski fær maður ekkert fyrir það, en það væri þá ef til vill hægt að skipta út og fá eitthvað forvitnilegra í staðinn.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

hnusssumsvei
Af hverju þurfa allar skólaskemmtanir að vera á föstudögum þegar ég er í vinnunni? Þetta er bara ekki sanngjarnt - árshátíð mínus Hjördís :( já ég segi hnusssumsvei!
slikkupp

Ég held að það eigi eftir að koma í ljós að fólínsýra sé ávanabindandi vímuefni ;)

mánudagur, febrúar 21, 2005

af skepnuskap og kvikindum
Hvers vegna tölum við um að einhver sé algjör skepna eða hið mesta kvikindi ef hann er hrekkinn eða stríðinn? Þetta þyrstir mig í að vita svo ég lagði inn spurningu á Vísindavefinn. Hafið þið einhverjar útskýringar?

Annað svona íslenskutengt, afhverju köllum við lítil börn rassgöt (þvílíkt lof!), rassgatarófur, kelirófur, stýri, skott og svo framvegis? Stelpur eru oft kallaðar skottur, en skotta er kvenkyns draugur og ekki er það þá fallegt gælunafn. Börn eru einnig oft kennd við engla, en eru englar ekki handan móðunnar mikklu, óskum við börnum okkar þá feigðar. Hvers lags eiginlega er þetta?

Íslenskan er sérkennilega skondin :)

Við fórum í Perluna í gær og það var undurgott og stórfenglegt. Ég var algjör pæja aldrei þessu vant, í háum leðurstígvélum og designer hvítum jakka (og auðvitað slatta af öðrum fötum líka). Við ákváðum að borða af "allt í steik matseðlinum," en hann var eftirfarandi: andalifrafrauð og ítalskt parmaskinnkusalat með appelsínu og portvínssósu fyrir Hjördís og grafinn lax með graflaxsósu fyrir herra Anton. Svo fengum við dýrindis nautasteik með rauðvínssósu og gúmmelaði og svo súkkulaðifrauð í eftirrétt. Með herlegheitunum drukkum við ótrúlega gott rauðvín frá Chile, Móðir jörð, algjört slikkupp. Ég var svo södd eftir matinn að ég náði vart andanum og með áhrifum frá víninu og snúningi Perlunar varð lífsreynslan ansi súrealísk :) Það var svartaþoka svo útsýnið var ekki mikið en það gefur bara tækifæri á að endurtaka skemmtunina síðar.

Af framkvæmdum get ég aðeins sagt að okkur tókst ekki að klára allt heila klabbið. Reyndar virðist sem við höfum varla gert neitt um helgina en þó vorum við nokkuð iðinn. Þetta sækist seint, það er óhætt að segja, en það er smám saman að komast mynd á þetta svo við gefumst ekki upp :) ...to be continued...

föstudagur, febrúar 18, 2005

helgargleði

Skyldi ég fá bjór í kvöld? Það væri nú ljúft :) Svo er stefnan að klára allar framkvæmdir heima fyrir um helgina svo við getum farið að taka upp úr kössum og koma okkur almennilega fyrir. Mig langar líka svo að fara að taka myndir og hreyfa mig eitthvað. Ég minnkaði við mig í skólanum og nú finnst mér sólarhringurinn hafa lengst um tvo þriðju svo það ætti að vera tími til að bralla ýmislegt. Það er einnig á döfunni að skella saman nokkrum föndurkúnkstum og snara fram einu stofumálverki eða svo, það er sko ekki leiðinlegt. Ekki er heldur leiðinlegt að geta farið að elda góðan mat á ný, skyndibitin er orðinn frekar þreyttur eitthvað.

Ætlið þið á Food and Fun? Við erum að spá í það, slikkupp á spottprís :)

hí hí það er til mynd af fyrsta kossinum okkar Antons :)

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

lifandi
Enn þá að hamast í íbúðinni, þetta virðist engan endi ætla að taka, en við höfum a.m.k. svoldið gaman af þessu þrátt fyrir allt.