mánudagur, mars 28, 2005

I´m spellbound:

The Blowers Daughter
by Damien Rice

And so it is
Just like you said it would be
Life goes easy on me
Most of the time
And so it is
The shorter story
No love, no glory
No hero in her sky

I can't take my eyes off of you
I can't take my eyes off you
I can't take my eyes off of you
I can't take my eyes off you
I can't take my eyes off you
I can't take my eyes...

And so it is
Just like you said it should be
We'll both forget the breeze
Most of the time
And so it is
The colder water
The blower's daughter
The pupil in denial

I can't take my eyes off of you
I can't take my eyes off you
I can't take my eyes off of you
I can't take my eyes off you
I can't take my eyes off you
I can't take my eyes...

Did I say that I loathe you?
Did I say that I want to
Leave it all behind?

I can't take my mind off of you
I can't take my mind off you
I can't take my mind off of you
I can't take my mind off you
I can't take my mind off you
I can't take my mind...
My mind...my mind...
'Til I find somebody new

sunnudagur, mars 27, 2005


GLEÐILEGA PÁSKA!

laugardagur, mars 26, 2005

Fyrsta matarboðið afstaðið
Í gær buðum við Gunna og Herdísi heim í mat, drykk og dans. Boðið tókst stórkostlega og ég held að mér sé óhætt að segja að allir hafi skemmt sér dæmalaust vel. Matseðillinn var fjórréttaður og ítölsk vín "sötruð" með, eftir matinn vorum við sæl og rjóð og þöndum raddböndin í nýjum útsetningum af annars ágætum eldir lögum (nágrannarnir hafa vafalaust flúið í næstu byggðarlög!). Síðar var stofuborðið flutt inn í eldhús og stofugólfið brúkað undir trylltan dans og faðmlög :) Á morgun koma svo mamma og afi í látlausan páskamat, gaman að þessu :)


Myndin hér að ofan sýnir forréttinn hans Antons, lýsing hans er eftirfarandi: "Nauta-Carpaccio marinerað í sinneps-sítrónu-pipar-kryddlegi bleytt í dýrindis olíu og skreytt með parmesan osti, sólþurrkuðum tómötum, feta osti og klettasalati. Með þessu var teigað úrvals Chianti rauðvín úr smiðjum Toskana héraðs." Bara svona af því að ég segi það svo "sjaldan" - Anton er slikkuppkokkur, slef, slef.
fermingargjafir!
Frænka mín fermist á mánudaginn og ég átti í stökustu vandræðum með að velja handa henni gjöf. Ég fór að hugsa aftur til minna gjafa, ég fékk alla flóruna af fínum gjöfum, tölvu, prentara, skíði og tilheyrandi, bakpoka, svefnpoka, tjald, og ég veit ekki hvað og hvað..., en sú gjöf sem stendur upp úr og ég hef mest notað er Orðabók Menningarsjóðs, að mínu mati mesta stoð námsmannsins. Fenguð þið eitthvað hagnýtt í fermingargjöf?

miðvikudagur, mars 23, 2005

fyndið samtal af netinu
haley: you know what's kinda hot in a weird way? messy haired artistic boys who randomly wear overalls.

girl at work: i don't really see that as hot. at all. isn't that like dating a little kid?

haley: what? no...

other girl at work: 'he's not much for conversation, but damn can he play the piano!'

haley: what?? [long pause] no not AUtistic...ARtistic.

...skyldi þetta vera umræddur strákur?

haha, ég fann útvarpsstöð á netinu og er nú á fullu að velja mér lög. Þetta styttir mér stundirnar á 12 tíma næturvakt. Annars er það helst í fréttum að kjálkinn minn er í henglum - vonandi bara tognaður, þetta verður líklega ár furðulegra meiðsla, fyrst rifbeinsbrýt ég mig og núna kjálkaslít...

bööhh þvílík eymd og ömurð, ég er búin að rúnta nethringinn 20 sinnum vitandi það að enginn er á fótum til að subba einhverju nýju inn á netið, hnuss... best að halda áfram að toga í tímann...

þriðjudagur, mars 22, 2005


"Of all days, the day on which one has not laughed,
is the one most surely wasted."
(Sébastien Roche-Nicolas de Chamfort)







ást er...

...að fá ljúffengan heimatilbúinn
mat á hverju kvöldi




('depl' ég veit - ég er heimsins mesti og hamingjusamasti montrass!)
pomme de terre

Ég var að skoða myndir úr ferðalögum okkar Antons, akkúrat núna er ekkert stórferðalag á döfunni þannig að ég læt mig bara dreyma um fjarlægar slóðir. Annars er ég ekki svo illa haldin af útþrá núna, er alveg sátt hérna á Fróni meðan ég er að koma heimili mínu í gott horf. Mig langar líka svolítið að gera Íslandi góð skil í sumar, það er svo fyndið að oft vita útlenskir túrhestar meira um landið okkar en við sjálf, ég tók sérstaklega vel eftir þessu í ferðalagi mínu á fjöllum með Frökkunum síðasta sumar. Fle bækurnar kalla, ritgerðir skrifa sig víst ekki sjálfar ;)

sunnudagur, mars 20, 2005

árshátíð

Já, í gær var trallað. Ég fékk mohito í fyrsta skiptið og ógeðslega góða nautasteik. Skari skrípó skemmti og ég fékk að kynna draumaprinsinn minn fyrir öllum vinnufélögunum (Anton sko - ekki Skara skrípó). Í dag er líkaminn í vatnsnauð svo ég svolgra í mig vökva með söltum, djúsi og hvítlauksbrauði :) Lífið er ljúft - best að sökkva sér í Foucault-lestur...

föstudagur, mars 18, 2005


Í dag bakaði ég múffur og um leið og þær komu úr ofninum bönkuðu mamma og systir hans Antons upp á. 4 mínútum síðar rann mamma mín á ilminn ofar úr götunni. Úr varð hið skemmtilegasta kaffiboð þar sem mæður okkar hittust í fyrsta sinn. Algjör snilld, þessi leikur verður pottþétt endurtekinn :)

föstudagur, mars 04, 2005

... og svo er föstudagskvöld, er þá ekki komin hefð fyrir að ég segi ykkur að mig þyrsti í bjór? Það fylgir reyndar sjaldnast sögunni hjá mér að ég fæ mér aldrei þennan þráða bjór. Það er tækifæri til að breyta því í kvöld. Annars verður líklega bókaherbergið málað í nótt, en hver veit hvað úr verður? Góða helgi...
sturtuparadís


Baðherbergið er loksins tilbúið og ég er að flippa í sturtuæði. Ég hef alltaf haft dálæti á góðri sturtu og notið bununnar daglega en undanfarna tvo mánuði hef ég þurft að sæta því harðræði að komast aðeins af og til í almennilegt spúl. Núna fagna ég því ákaft og er gjörsamlega að rasa út í sturtuástsýki. Ég er búin að kaupa mér unaðslegt sturtugel og andlitsskrúbb, frábært sjampó og meira að segja hárnæringu en fram til þessa hef ég haft algjöra andúð á slíku pjátri. Ég er jafnvel að hugsa um að koma við í Lyfju á eftir og skoða hvort ég geti ekki keypt eitthvað meira svona dekurdót en það yrði sögulegt afrek því aldrei áður hef ég krem keypt. Í gær æfði ég mig svo í hálftíma fyrir framan spegilinn við að greiða hárið og venjast tilhugsuninni um að ganga með það slegið af og til, samt er ég ekki alveg tilbúin enn þá. Þarf líklega nokkrar æfingar í viðbót :)

Í öðrum óspurðum fréttum er það helst að eldhúsið nálgast óðfluga sitt endanlega horf. Vaskurinn góði hefur loksins skilað sér í hús en píparinn okkar á í einhverjum vandræðum með að tengja hann svo enn súta ég vatnsleysi að nokkru. Einnig vantar skáphurðir á efri skápana en annað er komið. Jippý, fljótlega get ég því einnig trompast í eldhúsæði og töfrað fram slikkuppmat á postulínsfat :)

þriðjudagur, mars 01, 2005

Kvenfrelsi og árekstrar austurs og vesturs

Ég stal þessu héðan. Fannst þetta mjög áhugavert og fyndið komment :) Einum bent, öðrum kennt...

Aðalsteinn Says:
February 22nd, 2005 at 1:11 am
Ég fékk bækling um nám í Þýskalandi. Hann kemur inn á flest svið mannlífsins. Eftirfarandi er úr kaflanum “Inter-Human Relations” undir “Relations between the sexes”

“As in many other parts of the world Germany’s women’s liberation movement has changed the traditional image of women and resulted in the more or less complete abandonment of traditional role patterns and models. Women have won themselves equal rights and achieved the same professional status as men. They are emancipated, self-assured and do not allow themselves to be dictated to. The very least a man has to understand is that when a woman says “no”, she really does mean “no”.

Depending on your home culture, you may at first be shocked by the liberal approach taken by Germans towards dress code. Flimsy clothing in summer is not tolerated in every country, but in Germany it is accepted. This means that no conclusions must be drawn as to the morals of a person simply on the basis of the way he or she dresses, otherwise serious misunderstandings might result.”

Jájá… svo halda þeir reyndar áfram, þetta er undir “Friendship and love”

“You will soon discover that Germans love to flirt, in pubs, discos, at parties and somtimes even in the lecture hall. You will always find opportunities enough for a flirt. But take care, even the hottest flirt does not necessarily have to become a serious love affair. If one of the parties concerned does not (yet) want to take it any further, the other party will have to accept this”