
Stakkaskipti á mínum bæ, stefni á fullt nám í stærðfræði með sameindalíffræðiblandi við HÍ í haust. Spennandi :) Ég er yfir mig hamingjusöm og ástfanginn af tveimur prinsum sem hrjóta nú í kór inni í svefnherbergi. Samt hef ég verið meira og minna andvaka í tvo mánuði (þó ekki vegna hrotukórsins ástsæla). Ég er furðuleg :) Desperate housewives er æðislegur þáttur, mig dreymir um að tvíburarnir hennar Linnet séu mínir, þeir eru svo svakalega miklir prakarar og ómótstæðilega sætir, svo er ég líka svoldið mikið skotin í Gabrielle, sætrass aldarinnar. Flee, best að fara að fela hundanammi út um allt hús til að gleðja litla skottið sem bráðum vaknar. Mamma er að tralla í Færeyjum og Ásgeir og Eyrún voru að gifta sig í Danmörku, ástarkveðjur, knús og kjamms í báðar áttir, skál og gleðidans :)