fimmtudagur, september 29, 2005


lífið er skrúfa
Meðan ein besta vinkona mín fæðir undursamlegt barn á æðsta stigi hamingju er ég næstum heilum horfin þessa heims. En hei, ég tóri, læknarnir ætla að reyna eitthvað að standa sig betur í að hjálpa mér núna, svefninn verður að komast í skorður áður en allt fer eins og árið 99. Ég komst nálægt því í fyrrakvöld, en fle, mér líður sæmilega núna og er hamingjusöm með mínum pjökkum og yfir mig stolt af dugnaðarvinkonu minni sem fæddi kraftaverk í heiminn. Hlakka til að geta knúsað þau og kysst og sagt innilega til lukku með krullustíl :) Lítill strákur sem pabbinn var víst búinn að spá í að skíra Vengappan Kumar, ekki spyrja :) Hehe, ég elska ykkur litla fjölskylda og hlakka til að sjá ykkur :)



Þetta Coldplay lag er æðislega flott - gæsahúð

When you try your best but you don't succeed
When you get what you want but not what you need
When you feel so tired but you can't sleep
Stuck in reverse

And the tears come streaming down your face
When you lose something you can't replace
When you love someone but it goes to waste
Could it be worse?

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

And high up above or down below
When you're too in love to let it go
But if you never try you'll never know
Just what you're worth

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

Tears stream down on your face
When you lose something you cannot replace
Tears stream down your face
And I

Tears stream down on your face
I promise you I will learn from my mistakes
Tears stream down your face
And I

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you.

fimmtudagur, september 22, 2005


Einn besti vinur minn er greinilega orðinn aðalstjarnan í Hollywood, a.m.k. stendur hann sig með kynþokkafyllri prýði í þessum traileri. Minnir um marg á hjartaknúsarann George Clooney, svo ástarbréfunum ætti að taka að rigna inn í nágrenni Bústaðarkirkju alveg med det samme:

hér er trailerinn!



Aðra markverða uppgötvun gerði ég í dag, hinn besti vinur minn er að baka lítið baby með undurfögru kærustunni sinni. Happy happy joy joy :)

... og ég sakna vina minna svo :(

þriðjudagur, september 20, 2005

ég hef verið klukkuð!

Hörður klukkaði mig áðan, svona í tilefni afmælisis síns og því þarf ég að segja ykkur fimm lítt þekktar staðreyndir um mig. That is the name of the game, so here goes:

1. Ég er hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. Ég er gjörsamlega að rifna úr kátínu og sælu þessa dagana. Margt spilar líklega þar inni í, ég á besta kærasta í heimi, sætasta hundinn og er hætt að vinna gömlu vinnuna sem var löngu búin að ganga fram af mér dauðri. Margir hafa meira að segja spurt hvort ég sé á maniu-flippi þessa dagana en nei ég held að ástandið sé ekki sjúklegt, bara frábærlega unaðslegt.

2. Ég fylgist með einum raunveruleikaþætti í sjónvarpinu, og geri allt til að missa ekki af honum. Það sem kemur flestum á óvart er að hér er um nokkurs konar fegurðarsamkeppni að ræða og ég er að öllu jöfnu ekki spennt fyrir slíku pjátri en dramaið í þessum þáttum er svo sprenghlægilegt að ég tek út hlátursrokurnar fyrir vikuna með hverju áhorfi. Þar fyrir utan er tískuljósmyndun blandað inn í þættina og ég hef áhuga á flestu er viðkemur ljósmyndun. Já, þátturinn er America's next top model og ég er háð.

3. Ég þoli ekki pastelliti! og er það ástæða þess að lengi vel hataði ég Grafarvoginn, en sesm betur fer býr smekklegra fólk þar núna en fyrir 15 árum. Hreinir litir og náttúrulegir eru þeir einu sem blíva hjá mér. Þannig að þegar ég eignast börn þá skuluð þið ekki gefa því ljósbleik og ljósblá föt, það kemur ekki til með að falla í kramið :) - ekki heldur leikföng sem sníða börnum stakk eftir kyni eins og leikfangastraujárn fyrir stelpur og trukka fyrir stráka. Unisex, allir skapaðir jafnir og sömu tækifæri til handa öllum er pólitískur rétttrúnaður minn og hananú.

4. Ég er með baby-fever á háu stigi. Ég get ekki beðið eftir að eignast eitt, helst tvö og í fyrsta sinn á ævinni leikur öfund mig grátt. Ein besta vinkona mín er að því komin að eiga og ég er alveg mosagræn :) Annar hvolpur er líka á óskalistanum en þó ekki fyrr en þessi hefur hlaupið úr sér mesta hamaganginn.

5. Mér finnst Eva Longoria kynþokkafyllsta kona heims og ég er með mynd af henni á desktoppinu mínu svo ég geti notið ásjónu hennar oft á dag. (og nei ég er ekki hið minnsta lesbísk).

... og þar hafið þið það. Ég er að hugsa um að klukka Sunnu sætu, Láru dönsku og Gaua/Tobbu. Einnig leikur mér forvitni á að vita hvort einhver annar en Anton hafi vitað allt þetta um mig!

sunnudagur, september 04, 2005


Þetta er hann Nói minn, fimm vikna og 2,2 kíló og svo er hann hér aftur:

og þá orðinn fjögra og hálfs mánaða og 27 kíló. Hann hefur semsagt þyngst um 25 kíló á þrettán vikum og stækkað í samræmi við það. Venjan er að labbahvolpar þyngist um rúmt kíló á viku en hann Nói fylgir sko ekki þeirri kúrvu. Hann er talinn afar efnilegur og mikið hefur verið þrýst á okkur að sýna hann á HRFÍ sýningunni í október - við skráðum okkur en hver veit :)