mánudagur, október 24, 2005


Það eru komnar nokkrar nýjar myndir af honum Nóa mínum á síðuna hans. Þær eru ekki margar en sýna ágætlega úlfinn og hasarinn í honum :)

sunnudagur, október 23, 2005


til alls yndislega fólksins í gömlu vinnunni minni
Ég sakna ykkar allra mjög. Takk æðislega fyrir kveðjurnar Anna, Hinrik og Gústi. Ég kem við tækifæri og heilsa upp á ykkur þegar heilsan er orðin aðeins betri. Elsku Inga, Jói Vilboga og Henny ekki hafa miklar áhyggjur af mér ég stend alltaf upp aftur sterkar og stærri en áður. Inga og Jói ég er ævinlega þakklát fyrir allan stuðninginn og skilningin sem þið hafið sýnt mér í gegnum árin, þíð eruð yndislegt fólk. Daði ég vona að þú haldir áfram að blómstra og verða að draumaprinsi hverrar stelpu :) Haukur, vonandi skemmtir þú þér vel í útlandinu og vonandi getum við hist fljótlega og tekið spilakvöld. Bjarni vonandi ertu farinn að geta sýnt litla prinsinum þínum fótboltann :) Dóri stóri þraukaðu gegnum súru stundirnar og farðu að reyna að finna góða stelpu sem þér líkar vel við :) Ása mér skilst að þú sért að breytast í ofurrokkara með öllu tilheyrandi, haltu áfram að vera rosaskutla, ekki taka Ozzy þér til fyrirmyndar! haha. Hinrik, gangi þér vel í skólanum og vonandi skemmtir þú þér í leiðinni við að takast á við eitthvað andlega krefjandi og upplyftandi. Gústi, vonandi ert þú í námi líka, það gladdi þig svo mikið í fyrra, hafðu meiri trú á sjálfum þér, þú getur meira en þú heldur. Anna haltu áfram að brosa og vera jákvæð þú smitar góða strauma út frá þér. Elsku Henny, ég veit ekki hvort þú sjáir þetta en ég sakna þín mjög og þykir mjög leiðinlegt að hafa ekki getað komið og heilsað upp á þig eins og um var rætt. Þú bjargaðir sálatetrinu mínu frá því að skolast niður með klóakinu í allt sumar, þú ert æðisleg vinkona og ég sakna þín sárt. Ég lofa að koma og sjá þig áður en þú kemst í langþráð brotthvarf frá þinni vinnu. Haltu áfram að brosa, þú ert ein af þessum manneskjum líkt og Inger sem hafið svo mikla útgeilsun að ljómi ykkar smitast yfir á okkur hin sem skínum ekki janf skært :) Fyrirgefið hvað þetta er væmið blogg, ég hitti Inger bestu í gær og hún sagði mér að þið söknuðuð mín og ég vildi bara kasta kveðju á ykkur til baka. Standið saman og berjist fyrir ykkar málum. Bestu kveðjur...

föstudagur, október 21, 2005


jæja
Sunna pantaði blogg en ég hef því miður ekkert allt of gott að segja. Ég var lögð inn á spítala á laugardaginn en útskrifuð þaðan um leið og mamma kom heim frá London RITSKOÐAÐ. Svo heim kom ég á þriðjudagskvöld. RITSKOÐAÐ. Ég hef það enn þá frekar skítt og verð að sætta mig við að taka engin jólapróf þó að ég hafi blómstrað í skólanum og langi virkilega til að taka þau með trompi og halda áfram í þessu æðislega skemmtilega námi. Það eru margir plúsar við að vera komin heim þrátt fyrir mikla líkamlega vanlíðan og óvissu. Nú get ég horft á discovery, uppáhalds sjónvarpsstöðina mína og ég er búin að fá lyfjaskammta sem hæfa mér þó enn sé ég mjög kvalin og búin að missa alla trú á íslenska læknakerfinu. Ég fæ líka að knúsa hann Nóa minn og hér er ekki komið fram við mig eins og RITSKOÐAÐ. Ég get líka fengið ótakmarkaða kossa frá Antoni sætrassi. Nú er bara að þreyja þorrann og sjá hvað setur. Enn þá er ekkert vitað með vissu hvað er að mér en ég er byrjuð að geta sofið en líkaminn bregst ekki vel við hvíld. Það er óendanlega frústrerandi að þegar mann virkilega langar að lifa heilbrigðu og hamingjusömu lífi hrynur líkaminn allveg og aftrar manni frá því. Ég held ég endi bara á frægum orðum: Það er aðeins fyrir fullfrískt fólk að liggja á sjúkrahúsi :) Ekki hafa áhyggjur af mér ég er þrautseigari en allt og hlít að komast í gegnum þetta, over and out.

sunnudagur, október 09, 2005


fyndið hvernig ákveðin lög og textar höfða til manns eftir árstíðum lífsins!

Working Class Hero
As soon as you're born they make you feel small
By giving you no time instead of it all
Till the pain is so big you feel nothing at all
A working class hero is something to be

They hurt you at home and they hit you at school
They hate you if you're clever and they despise a fool
Till you're so fucking crazy you can't follow their rules
A working class hero is something to be

When they've tortured and scared you for twenty-odd years
Then they expect you to pick a career
When you can't really function you're so full of fear
A working class hero is something to be

Keep you doped with religion and sex and TV
And you think you're so clever and classless and free
But you're still fucking peasants as far as I can see
A working class hero is something to be

There's room at the top they're telling you still
But first you must learn how to smile as you kill
If you want to be like the folks on the hill
A working class hero is something to be
If you want to be a hero, well just follow me

Í hreinskilni sagt veit ég ekki hver synd mín er en guðirnir refsa mér líkt og Tantalusi. Steinninn sem situr á öxlum mér er að buga mig og kremja lifandi dauða og heilbrigða lífið sem ég þrái er alltaf utan seilingar sama hvað ég teygi mig. Furðulegt hvað líkaminn er þrautseigur, hann lúffar ekki fyrir viðbjóðslegustu kvölum guðanna! Ég get þó látið mig dreyma um að aðalsöguhetja Dantes heilsi upp á mig á leið sinni í gegnum Inferno.

mánudagur, október 03, 2005

insomnia mania og disturbia með meiru



Ég vaknaði rétt fyrir miðnætti í gær í svita- og vöðvakrampa og með dúndrandi hausverk efti tólf tíma svefn langþráðan og vel lyfjaframkallaðan svefn. Mér fannst ég hafa dreymt í óratíma að ég væri að drepast úr verkjum og síleitandi að íbúfeni en fyndi það hvergi. Mjög yndilslegt :) En á fætur dreif ég mig að finna íbúfenið fyrir fullt og allt.


Geðbilun með meiru greip mig svo, því ég tók upp á stórhreingerningu aldarinnar. Ég varð Bree VanderKamp úr Desperate Housewives í orðsins fyllstu. Ég endurraðaði meðal annars í hillurnar á ganginum, þreif alla eldhúsinnréttinguna og spreyaði heilum Oxicleen brúsa á innanstokksmuni baðherbergisins. Í huganum var ég komin á fleygiferð með að planleggja útprenntun á ljósmyndum til að setja í ramma og endurskipurlag á fataskápum þegar Anton píndi mig til að horfa á einn 24 þátt, en þá var klukkan 5.30 í nótt. (Svefnvenjur þeirra feðga Nóa og Antons hafa riðlast með óreglu minni, því er nú verr). Síðan varð minn eigin skítur mér ofviða og ég fór í langa sturtu og er nú að undirbúa mig fyrir að mæta í skólann. Þetta svefnleysi birtist í ýmsum geðbilunum en ég vona að ég haldi heildarsönsum :) Best að skunda í skólann núna, yfir og út...
dpc myndir
Ég verð að deila með ykkur nokkrum myndum af dpc (ljósmyndakeppnisvefur) úr síðustu keppni. Þemað var greeting-cards og þessar myndir lentu allar ofarlega (í topp tíu). Þær vöktu allar gríðarleg viðbrögð hjá mér svo ég ákvað að deila þeim með ykkur:

Happy Birthday (Where's The Party?) tekin af idnic:



... ég gjörsamlega sprakk úr hlátri, æðislegur hundur :) - (gat verið, trúðslegur hundur að slá í gegn hjá mér, humm)

Love tekin af nico_blue:



... æðislegir litatónar og frábær mynd, ástarjátning með meiru :)

Sympathy tekin af sprite777:



... macro blóm - hlaut að slá í gegn hjá mér :) (ljósmyndaáhugi minn snýst að mestu um macro og hunda eins og allir vita!)

Another Crappy Birthday tekin af JayWalk :



... ég vakti nágrannana með hlátrasköllum :) lýsir mínum afmælisdögum vel, enda er ég ekki mikið fyrir að eiga afmæli svo dagarnir verða óhjákvæmilega crappy :)

...og þar hafið þið það! Næst þegar ykkur vantar tilefnis-kort þá getið þið leitað hingað og vakið lukku :)

sunnudagur, október 02, 2005



... jæja ... svona fór um sjóferð þá!
Í morgun fórum við fjölskyldan upp í Reiðhöllina í Víðidal til að sýna og kynna okkar ástsæla Nóa. Við vorum alveg búin að afskrifa þessa sýningu vegna veikinda, mikilla anna, eyrnabólgu Nóa og svefnóreglu okkar allra, en við létum tala okkur út í það. Mamma fór út að labba með Nóaskott klukkan 5.30 á laugardagsmorgni, til að leyfa honum að hlaupa svolítið og ærslast en ætlunin var að hann tæki út einhvern galsa áður en sýningin hæfist. Síðan er heim var komið var Nói ekkert á þeirri skoðun að leggja sig, heldur elti mömmu á röndum og bauð upp í ýmsa leiki.

Eins og gefur að skilja var hann því orðinn svolítið of þreyttur þegar á sýninguna var komið. Litla greyið okkar er ekki vanur að sjá svona marga hunda og æstist upp úr öllu valdi og fékk svo slæma asmaöndun að foreldrarnir héldu að hann myndi hreinlega geta dáið. Spenningurinn magnaðist jafnt og þétt í biðinni fyrir showið sjálft en er litli prinsinn steig á dregilinn fyrir framan dómarann gerði hann sér lítið fyrir og skeit stórri fnykja hrúgu. Kliður fór um mannskapinn í áhorfendastúkum enda fátt hægt að hugsa sér verra en að hundur gefi skít í dómarann annað en kannski að bíta hann. (Nói er mjög spéhræddur með sinn kúk venjulega, það tekur hann góðan tíma að velja stað og það verður að vera á grasi eða mold og helst þannig að a.m.k. hausinn geti verið undir trégrein, hann hefur aldrei kúkað inni frá því viku eftir að hann kom til okkar).

Alla vega, hælgangan gékk heldur ekki neitt og mátti Anton hafa sig allan við og gott betur til að steypast ekki á hausinn slík voru tog Nóa. Það fyndna er að hann togar ekki í tauminn í venjulegum göngutúrum, ekki einu sinni þegar hann sér kött. En við höfum heldur ekkert að ráði æft hælgöngu. Þetta var semsagt ekkert sérlega glæsileg frammistaða hjá okkur að þessu sinni og skrifast það alfarið á tvífætlinga fjölskyldunnar fyrir að hafa ekki æft og sofið eins og efni stóðu til. Nói fékk nú samt smá umsögn, sem þó er vafalaust talsvert lituð af fyrirlitningu dómarans :)

Rather big for his age (hann er alveg heilum 10 kílóum þyngri en normið og stærri í samræmi við það! Dómarinn hélt að við værum að svindla á flokkum hehe)
Quite good head but a little small compared to the body
Little round eyes! (við skiljum þetta ekki alveg, hvort er þetta lítil augu eða frekar kringlótt augu?)
Well formed body but with excess weight (við erum ekki sammála þessu um þyngdina en hvað vitum við?)
Short steep Croup and a little fine bone (vitum ekkki alveg hvað þetta þýðir heldur!)
Little long + thin tail (þetta er líklega vegna þess að Nói skammaðist sín svo mikið fyrir að kúka á dregilinn að hann sleikti skottið niður með fótunum og þá virkaði það ekki mjög otralegt!)
Excellant coat + color
Restricted movements (Anton beitti öllum sínum kröftum til að halda aftur að Nóa svo þetta kemur ekki á óvart)
Needs ringpractise (hehe augljóslega :)

Við fengum svo þriðja sætið af þremur í okkar flokki, enda ekki við öðru að búast. Hinir tveir hvolparnir stóðu sig með stakri prýði og þetta virtist liggja fyrir þeim Bláklukku Aðali Ratari og Leiru Breka, við óskum þeim til hamingju ;)

Það verður víst gefið út myndband af þessari sýningu og maður getur þá brosað meira að þessu með poppi og kóki og lifrarpylsu handa Nóa. Ætli þetta atvik verði sýnt á árshátíð hrfí, hahaha.