"Hvar er fínn?"

Það er saga að segja frá Heiðmerkurgöngu okkar í dag.
Nói var í endurskinsvestinu sínu og hljóp mjög kátur, alveg eins og kálfur, út um allt og velti sér í hreina snjónum. Svo tókum við eftir því að allt í einu var hann ekki lengur í vestinu svo við þrömmuðum fram og til baka um það svæði sem hann hafði hlaupið yfir, en árangurslaust. Við vorum orðin hálf súr yfir því að tapa vestinu, en þá datt okkur í hug að þar sem við segjum yfirleitt "Nói fínn" þegar við setjum hann í vestið að hann þekkti það orð sem og "hvar er" þar sem við notum það oft í feluleik.
Við spurðum hann því "Hvar er fínn?" og eins magnað og það er skokkað hann á réttan stað og sýndi okkur hvar vestið var. Við vorum auðvitað rosalega ánægð með þetta.
Hann Nói okkar er sem sagt nokkuð klár hvolpur :)
bestu jólakveðjur,
Nóa-foreldrar


Það er saga að segja frá Heiðmerkurgöngu okkar í dag.
Nói var í endurskinsvestinu sínu og hljóp mjög kátur, alveg eins og kálfur, út um allt og velti sér í hreina snjónum. Svo tókum við eftir því að allt í einu var hann ekki lengur í vestinu svo við þrömmuðum fram og til baka um það svæði sem hann hafði hlaupið yfir, en árangurslaust. Við vorum orðin hálf súr yfir því að tapa vestinu, en þá datt okkur í hug að þar sem við segjum yfirleitt "Nói fínn" þegar við setjum hann í vestið að hann þekkti það orð sem og "hvar er" þar sem við notum það oft í feluleik.
Við spurðum hann því "Hvar er fínn?" og eins magnað og það er skokkað hann á réttan stað og sýndi okkur hvar vestið var. Við vorum auðvitað rosalega ánægð með þetta.
Hann Nói okkar er sem sagt nokkuð klár hvolpur :)
bestu jólakveðjur,
Nóa-foreldrar
