laugardagur, janúar 28, 2006

Herdís á heima í NY og ég í London. Ohhh hvað mig langar til London núna eða bara til Akureyrar. Útþrá, fúttþrá!

You Belong in London

A little old fashioned, and a little modern.
A little traditional, and a little bit punk rock.
A unique woman like you needs a city that offers everything.
No wonder you and London will get along so well.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

crush calculator
Ég sá þessa snilldar ástarreiknivél hjá Láru og varð að setja hana hjá mér líka. Tjékk it our, ógeðslega skemmtilegt :) ...ástarreiknivélin góða...

mánudagur, janúar 23, 2006

J.D. sykurpúði vann :)

Ohh hvað ég vildi að ég hefði séð alla þættina, eða a.m.k. fleirri. Það verður víst ný svona sería með nýju rokkbandi, ætla pottþétt að fylgjast betur með þá. Svo er ég að næla mér í mest spennandi tónlistina úr þessari seríu í þessum töluðu. Ef þið hafið áhuga kíkið þá á rockstar.msn.com. Ég verð samt að lækka aðeins í mér núna, nágrannarnir geta líklega ekki sofið fyrir spangóli mínu: "You can't always get what you want..." úje...

laugardagur, janúar 21, 2006

oh my god
Júróvissíjón hefur náð nýjum lægðum, aldrei hef ég orðið vitni að öðrum eins hroða og þeim sem er í imbanum núna. Hvað er málið, eru þáttastjórnendur og aðrir að reyna að setja nýtt met í uppgerð og látalátum. Af hverju eru þessi lög svona hræðilega ó-músíkölsk, creepy :(

þriðjudagur, janúar 17, 2006

meiri pólitískur áróður

Þessi mynd heitir Government in the Gutter og mér finnst hún frábær :)

mánudagur, janúar 16, 2006


Þátturinn Threshold hefur göngu sína eftir nokkrar mínútur. Ég er spennt. Er mikið búin að reyna að sjá fyrir mér "fjórðuvíddar hlut í þrívíðu rúmi" en á svolítið erfitt með það. Ég komst svo langt í pælingum að bera hann saman við mynd af þrívíðum hluti í tvívídd sem er jú sjálfsagt mál ef tekið er tillit til a.m.k. sjónvarpsins og prentmiðla almennt. Fle... þetta er algjör ruglfærsla. Þegar maður er veikur hefur maður ekkert betra að gera en að horfa á innantómt sjónvarpsefni. Ég er orðin algjör sófakartafla!
allsber
Rétt í þessu slitnaði annað leðurarmbandið mitt sem ég hef borið frá 1997. Ég var að hrekkja Nóa sem svaf vært í sófanum en hegndist svona svakalega fyrir. Margir trúa á bölvun brotinna spegla en nú er ég sannfærð um að líf mitt kútveltist vegna armbandsleysisins. Ég er í öngum mínum, armbandið var orðinn hluti af mér, þetta er hræðilegt. Vonandi kemur Anton fljótlega heim til að hughreysta mig. Hey ég á leðuról til að laga gripinn minn, þarf bara smá hjálp, já vonandi fer Anton minn að koma til mín. Kannski er heimurinn ekki að farast!

e-mail
Það er ógeðslega gaman að fá e-mail. Þetta "forna" samskiptaform hefur séð sinn fífil fegri en það stendur enn þá fyrir sínu. Jafnvel meira en áður þar sem maður fær svo sjaldan bréf sem varið er í. Síðustu vikur hef ég fengið nokkur bréf frá Herði og Sunnu og ég skoppa af kæti í hvert sinn sem innhólfið tekur við sér. Ég þarf að taka oftar frumkvæði í þessum málum, það er nokkuð ljóst. Sérstaklega þar sem ég er vonlaus hringjandi...

smá fyrir Hörð:

Rockstar INXS er geðveikt skemmtilegur þáttur. Verst að ég fattaði það bara í síðustu viku :( Mér finnst J.D. flottastur og Pretty Vegas ógó kúl, ég er samt með hitt flotta lagið Trees alveg á heilanum og þen raddböndin stöðugt fyrir mína áheyrendur. Idol smædol, Rockstar er málið, ég bíð spennt eftir úrslitunum í næstu viku. Hvaða frábæru rokksmellir koma til með að óma þá? Gaman, gaman!

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Mótmæli
DV hefur löngum farið í taugarnar á mér og nú get ég launað þeim lambið gráa og farið í taugarnar á þeim líka. Útrýmum þessum hroðastíl fréttamennskunnar og mótmælum skrifum þeirra. Klikkið á rauða blikkdótið og látið til ykkar taka! Penninn á að vera máttugri en sverðið, ekki staðgengill þess!