föstudagur, febrúar 24, 2006

frekar skondin frétt


Þetta er eftirlýstur ræningi í Bretlandi sem er "með dökkar augnbrýr" skv. mbl.is. Það er alveg augljóst, er það ekki? :)
frábær auglýsing











Við Anton erum búin að brosa síðustu tvo daga út af þessari auglýsingu, við leikum strákinn í tíma og ótíma og skellihlæjum. Það er bara eins og gleðin gusist út úr þessari auglýsingu, maður getur ekki annað en farið í gott skap þegar maður sér hana!

Hvað finnst ykkur annars um síðuna mína? Er kominn tími á andlitslyftingu?

fimmtudagur, febrúar 23, 2006



Herdís klukkaði mig af fjarkanum og ég sem hélt að ég hefði sloppið :) en here goes:

4 STÖRF SEM ÉG HEF UNNIÐ VIÐ:
-orfari í bæjarvinnunni
-blaðberi í afleysingum
-aðstoðarmanneskja í blómabúð (vann aðallega við að gylla blómapotta og laufblöð og pakka inn)
-þræll á umslagavél

4 KVIKMYNDIR SEM ÉG GÆTI HORFT Á AFTUR OG AFTUR:
-Gatacca (erfðafræði er æði)
-Kill Bill 1 og 2 (í alla staði góðar)
-Silence of the Lambs (profiling criminals)
-Habla con ella (sálarkonfekt)

4 STAÐIR SEM ÉG HEF BÚIÐ Á:
-Heiðargerði 108 R
-Hábergi 111 R
-Skúlagötu 340 S
-Háteigsvegi 105 R (þetta eru þeir staðir sem ég bjó á fyrir tvítugt, það þyrfti annsi mikið pláss til að telja upp alla staðina sem ég hef búið á eftir það!)

4 SJÓNVARPSÞÆTTIR SEM MÉR LÍKAR:
-Dark Angel (Jessica Alba er svo sæt)
-Desperate Housewives (ég elska Bree og Gabrielle er svo sæt)
-X-files (úí úí)
-CSI (ég gæti alveg hugsað mér að vera crime scene investigator, það rímar nefnilega við aligator!)

4 STAÐIR SEM ÉG HEF HEIMSÓTT Í FRÍI:
-Ítalía (oft)
-Kenya (draumafríið)
-LA-Las Vegas/Mexico/Frakkland/Þýskaland/London (ævintýri)
-Kaupmannahörfn (x2)

4 SÍÐUR Á NETINU SEM ÉG HEIMSÆKI DAGLEGA:
-Nóasíðu (http://noi.dyraland.is)
-Lárussonarsíðu (www.larusson.com/blog/)
-Antonssíðu hina nýju (www.my.opera.com/theanton)
-stafræn ljósmyndun (www.dpchallenge.com)

4 UPPÁHALDS MATUR:
-Nautalund à l'Anton
-Antons Pizza
-Allur matur hjá Heiðu og Einari
-Indverski kjúllinn og meðlætið hjá Sunnu, Óla og Vali um síðustu helgi

4 STAÐIR SEM ÉG MYNDI FREKAR VILJA VERA Á ÞESSA STUNDINA:
-Kenya í sælu með Antoninum mínum
-Ítalíu í fríi með Antoninum mínum
-Heiðmörk með Nóa
-Ólafsfirði í afslöppun með Antoni og Nóa

4 AÐILAR SEM ÉG KLUKKA:
er ekki búið að klukka alla?
-Lára
-Elín
-Sunna (sorry babe)
-Hörður

...og þar hafið þið það :)

miðvikudagur, febrúar 22, 2006


Naflaskoðun
Lára fann rosalega sniðuga persónuleikarannsókn á netinu - ég lofa að þetta er ekki hrekkur eins og síðast. Hún felst í því að ég vel nokkur orð af lista sem mér finnst lýsa mér best og svo veljið þið orð af sama lista og ef einhver orð skarast þá er ég meðvituð um kosti mína og galla en annars er ég út úr kú! Ef þið takið þátt í minni könnun þá lofa ég að taka þátt í ykkar - ógógott loforð! Klikkið hér. Þetta tekur örskotsstund!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Blogg-Anton



Já, Anton er byrjaður að blogga aftur hér. Það er skemmtilegt, tékk it out!

laugardagur, febrúar 18, 2006

ættarmót
Í dag fórum við á hundaættarmót og skemmtum okkur konunglega. Hér eru móðuramma og frænka Nóa.



Fleiri myndir og smá frásögn er að finna á síðunni hans Nóa. Annars segi ég bara: "Munið, þið haldið með Silvíu Nótt!"

mánudagur, febrúar 13, 2006

jæja
Það rættist aldeilis úr þessum degi. Í gær lá ég í hausverki dauðans og ég hélt í morgun að mér væri ekki hugað líf en núna seinnipartinn drifum við fjölskyldan okkur upp í Heiðmörk til að spóka okkur í sólinni og svo fór ég í sund og synti baksund eins og óð væri, (rotaði mig meira að segja tvisvar á bakkanum).



Ég skulda Sunnu birtingu á fimm sérviskupunktum um mig, ég er mikið búin að brjóta heilann um sérvisku mína en ég finn ekki nema fjögur atriði sem eiga við núna og svo luma ég á öðrum gömlum og góðum punktum:

1. Ég borða ekki smjör, mayones eða nokkra sósuafurð þess og hef aldrei gert. Reyndar var ég verri í þessu þegar ég var yngri og borðaði heldur ekki ost né rjóma en nú fær slíkt að flakka ofan í minn maga í undantekningartilvikum, þó aldrei mygluostar einir sér og ómatreiddir.

2. Ég get aldrei verið í ósamstæðum sokkum né öðruvísi lituðum en svörtum.

3. Ég er alltaf í svörtum brjóstahaldara og öll mín höld eru og hafa alltaf verið sportý og laus við allar blúndur og annað skrautfans.

4. Ég þoli ekki bleikan lit og pastellitir eru ekki í uppáhaldi. Mér fannst Grafavorgurinn alveg skelfilegir þegar þar voru öll hús í nærbuxnavæmnumlitum, en sem betur fer er komið eitthvað af smekkfólki þangað núna sem málar hús sín í náttúrulegum litum.

5. Ég gat aldrei farið út fyrir hússins dyr án þess að hafa sturtað mig fyrst og ég fór í sturtu minnst einu sinni á dag þangað til að ég kynntist Antoni (no pun intended!). Ég gat heldur ekki farið í náttbuxum né joggingfötum út nema til að skokka í og þá voru íþróttafötin að vera vel og smekklega valin. Það gerðist í fyrsta sinn í síðustu viku að ég fór í náttbuxum út í videóleigu og mér leið illa allt kvöldið og daginn eftir.

Ég skora svo á Hörð og Möggu að birta fimm sérviskupunkta um sig líka!

mánudagur, febrúar 06, 2006


plöff, búin að sækja um sumarstarf hjá póstinum. Mig langar að verða bréfberi eitt sumar og komast í gott form og vera úti að sleikja sólina hálfan daginn. Svo er það bara stærðfræðin aftur næsta vetur!
tickle me!
Nýr leikur tröllrýður nú netheimum sem kenndur er við kítl. Magga Svíi, kítlaði mig og ég bara get ekki annað en brugðist við, svo here goes:


7 frægir sem ég hef (einhvern tímann) verið skotin í:
úff þetta er erfitt, ég var aldrei mikið fyrir að vera skotin í stjörnum en ég skal reyna að nefna einhverja sem mér finnst áhugaverðir:
1. Christian Slater úr pump up the volume sá eini sem ég var skotin í
2. Christian Bale er ógeðslega flottur Batman
3. Jim Morrison var lengi vel idolið mitt
4. Lenny Kravitz er sexý þó mér finnist geirvörtulokkar ógeðslegir!
5. Keanu Reeves er margræður
6. Ethan Hawke úr Gattacca, svo mikil týpa
7. Vincent Cassel af því að hann er maður Monicu Belluci ;)


7 hlutir sem ég get:
1. pakkað inn pökkum með hundi
2. sópað með hundi
3. horft endalaust á videó, BBC og Discovery á nóttunni
4. borðað snigla með bestu list
5. föndrað út í hið óendanlega
6. búið til trúðablöðrur
7. ratað

7 hlutir sem ég get alls ekki:
1. gefist upp
2. skilið þýsku
3. haft allt í óreiðu
4. vaknað snemma að morgni
5. borðað mayones eða smjör
6. hætt að braka í puttunum
7. prjónað

7 atriði sem ég segi oft:
1. ég er svangur
2. skottilott
3. pjakkur
4. slikkupp
5. Nóa skott
6. argh
7. út að pissa? (við Nóa)

7 hljómsveitir sem ég hef séð live og einkenna mig sem manneskju:
ég verð að skipta þessu í tvennt því þær hljómsveitir sem ég hef séð live einkenna mig engan veginn sem manneskju svo:
a) Hljómsveitir sem ég hef séð live:
1. Pulp
2. Sugababes (einkenna mig alls ekki)
3. Skukanansie
4. Megasukk
5. Skítamórall
6. Botnleðja
7. Bubbi (ekki samt hljómsveit) og einkennir mig smá því ég held upp á hann!

b) Hljómsveitr sem einkenna mig:
1. Pink Floyd eru bestir
2. The Doors var æskuæðið mitt
3. Cat Stevens var þroskaskeið þó hann eigi ekki upp á pallborðið í dag
4. Nick Cave og the bad seeds áttu sitt skeið
5. Leonard Cohen er aðeins farinn að dala núna
6. Emilíana Torrini er gyðja
7. Joss Stone hefur verið mikið undir geislanum síðustu mánuði

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. eignast barn
2. fara til Nepal, Indlands, aftur til Afríku og 1000x til Ítalíu svo eitthvað sé nefnt
3. útskrifast sem ba í bókmennta- og menningarfræði og ms í stæðrfræði og sameindalíffræði
4. lesa 10.000 bækur
5. grennast aftur!
6. gerast útivistarfrík
7. verða betri ljósmyndari

7 manneskjur sem ég ætla að kitla:
1. Hörður
2. Sunna
3. Óli Njáll
4. Anna Sigríður
5. Lára
6. Gaui
7. Tobba

laugardagur, febrúar 04, 2006

"Til hamingju Ísland"

Vá hvað Sivía Nótt skoraði mörg stig hjá mér eftir frammistöðuna áðan. Hún hefur aldrei náð inn á blað hjá mér áður en í kvöld sannaði hún sig. Mér fannst lagið hennar bera af hvað varðar melódíu, frumleika og skemmtilega sviðsframkomu. Hún náði að hrista ömurleikablæinn af þessari keppni þó kynnarnir reyndu hvað þeir gætu að draga herlegheitin alveg niður í svaðið. Klikkið hér til að hlusta á snilldina ;)