laugardagur, mars 25, 2006

í þá gömlu góðu daga...
Þessar myndir voru teknar sumarið 2001 og þá vó ég tæpum þrjátíu kílóum minna. Nú er ég byrjuð í átaki og stefni í átt að þessu vaxtalagi (kannski ekki alla leið en...). Ég ætla ekki að fara fyrir og eftir myndaleiðina heldur einu sinni var og svo leiðina þannig að kannski birti ég lokamyndir eftir ár eða svo :)

Í Stutgard


takið eftir leggjunum, úvíjúví...


í Mið-Frakklandi


hasarkroppur í Hollywood, LA


Ég þarf nauðsynlega að eignast skanna svo ég geti látið af þessum frumstæðu afritunum, kannski það verði verðlaunin mín þegar ég hef lést um 10 kíló, er þegar komin niður um 2 og hálft kíló svo það styttist. Ég er að fara til London eftir mánuð og það væri frábært að vera búin að losna við 7 og hálft kíló í viðbót þá. (Já ég veit, kíló smíló, boring!)

mánudagur, mars 13, 2006

wegman


Um daginn fór ég á ljósmyndasýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur þar sem stendur yfir sýningin 10.000 dagar. Titill sýningarinnar vísar til þess að um 10 þúsund dagar eru frá því að ljósmyndarinn fékk sína fyrstu myndavél. Ég var mjög hrifin af þessari sýningu og sá fyrir mér í hyllingum mína eigin sýningu, eftir svo sem 20 ár. En þá rann það upp fyrir mér að ég tek eiginlega bara myndir af hundinum mínum eða sú hefur verið tíðin síðasta árið. Seinna hitti ég svo Einar Garibalda í sprengidagsmat og fór að tala um sýninguna og drauma mína. Þá sagði Einar mér frá William nokkrum Wegman sem síðustu áratugi hefur tekið nær eingöngu myndir af hundunum sínum og sýnt þær af miklum eldmóð og við góðar undirtektir. Ég fór á google-stúfana og fletti upp myndum eftir Wegman og varð skemmtilega hlessa. Margar myndirnar eru mjög skemmtilega skeyttar og litir og lýsing er frískleg. Ég hef ákveðið í framhaldinu að halda áfram að taka jafn mikið af myndum af hundinum mínum en kannski blanda einhverjum fleirri myndefnum í sarpinn.