Sumarið er komið!
Í gær fór ég aftur í Þormóðsdal með pjökkunum mínum og smellti af fleirri blómamyndum og nokkrum af þeim feðgum. Klikkið á myndirnar til að sjá þær betur!



En í dag gerði ég nokkuð alveg brjálað. Ég ákvað að fyrst að sumarið kemur ekki til mín verð ég bara að fara og finna það. Því ákvað ég að fara til Krítar á mánudagsmorgun og klukkutíma síðar var ég búin að kaupa miða. Þetta er algjör geðveiki en ég hlakka ýkt mikið til. Ég er að fara með þremur stelpum sem ég hef nýlega kynnst en þær eru alveg frábærar, skemmtilegir karakterar og hverri annarri ólíkari. Við böðum okkur í sólinni í viku og komum svo með sólina með okkur heim aftur. Jippý :)



En í dag gerði ég nokkuð alveg brjálað. Ég ákvað að fyrst að sumarið kemur ekki til mín verð ég bara að fara og finna það. Því ákvað ég að fara til Krítar á mánudagsmorgun og klukkutíma síðar var ég búin að kaupa miða. Þetta er algjör geðveiki en ég hlakka ýkt mikið til. Ég er að fara með þremur stelpum sem ég hef nýlega kynnst en þær eru alveg frábærar, skemmtilegir karakterar og hverri annarri ólíkari. Við böðum okkur í sólinni í viku og komum svo með sólina með okkur heim aftur. Jippý :)