sunnudagur, september 17, 2006

Afmælisgjafir

Í tilefni þess að ég á afmæli bráðum fékk ég tvo menningarlega og afar skemmtilega pakka í dag. Ég fékk þá í dag svo þeir væru óvæntir, það kemur nefnilega ekkert á óvart að fá pakka á afmælisdaginn sjálfan. Svona á ég útpældan mann :) Mér fannst þessi uppákoma mjög skemmtileg þar sem mér leiðast frekar afmælisdagar. Reyndar ætla ég að fara út að borða á Austur indíafélagið á merkisdaginn sjálfan en það verður bara svona einkakvöld fyrir mig og minn heittelskaða svo það heppnast örugglega vel. Annars er ég alltaf jafnmikið út á þekju varðandi aldur minn. Í hálft ár hef ég sagt öllum að ég væri að verða 28 ára en í raun réttri er ég aðeins að verða 27, það er greinilegt að aldur minn er ekki vandamál enn þá :) Ég fékk líka aðra gjöf fyrir tímann frá mömmu en það var kort í trimform-þrælabúðum sem er líka fyrirtaks gjöf sem ég sé strax árangur af. Ef þið eruð hörkutól sem hafið fengið ógeð á líkamsræktarstöðvum og takmörkuðum árangri þá mæli ég með þessu! Lifið heil!