Fréttir

Í dag var haldið smá hundamót og ég tók fullt af skemmtilegum myndum og setti á síðuna hans Nóa ef einhver hefur áhuga. Það var rosalega gaman eins og áður. Eftir æsinginn fórum við fjölskyldan í heimsókn til tengdó og fengum kræsingar yfir skemmtilegu spjalli en eftir það lá leiðin að sjá Mýrina. Ég var mjög hrifin í flesta staði. Hljóðvinnslan truflaði mig svolítið en talið er lesið yfir myndina (eins og yfirleitt er gert) á frekar áberandi hátt. Allt tal á upptök í sömu fjarlægð í rýminu og kemur því úr sama hátalara! En tónlistin var æðisleg, karlakórar að syngja þjóðlegar vísur sem rímar vel við myndefnið. Leikurinn var líka alveg til fyrirmyndar :)
Við vorum líka menningarleg í gær en þá fórum við að sjá Brottnámið úr kvennabúrinu í Óperunni í boði afa Antons. Það var alveg magnað þó að hitinn væri nánast yfirþyrmandi í salnum. Fyrir sýninguna hlýddum við á fyrirlestur um verkið og Mozart og komumst að því að þetta er verkið sem keisarinn sagði að væru of margar nótur í og Mozart móðgaðist og spurði um hæl: "Og hverjum vilt þú sleppa?" (eins og frægt er úr kvikimynndinni Amadeus). Sem er svoldið góð spurning því maður getur ekki hugsað sér neinar styttingar á fegurðinni :) hehe
Í öðrum gömlum og óspurðum fréttum þá sveik ég stelpurnar í stærðfræðinni og nem nú aftur fræði tengd bókmenntum, kvikmyndum og menningu. Ég er meira að segja komin á fullt hugarflug í tengslum við lokaritgerð :) Nenni ekki að eyða púðri í að útskýra dramatísku stakkaskiptin!