laugardagur, apríl 28, 2007

úff úff

Það gengur allt á afturfótunum hjá mér þessa daganna. Ég ákvað að láta það eftir mér að borða pizzu og ég veit ekki alveg hvernig það gerðist en ég kvarnaði upp úr einni tönn. Ég get ekki ímyndað mér af hverju hún ætti að gefa sig, ég hlít að gnísta svona mikið tönnum í svefni eða eitthvað. Alla vega, er það ekki rétt skilið hjá mér að tannavandræði eru yfirleitt taldir slæmir forboðar? Eða er það bara þegar mann dreymir um slík vandræði?

úff

Skilaði ritgerði í gær sem ég var ekki ánægð með. Það er frekar fúl tilfinning en ég verð bara að halda áfram að læra fyrir næsta próf og hætta að hugsa um þetta. Sem betur fer hefur mér gengið vel í þessu námskeiði framan af. Er að spá í að fara á Bókhlöðuna núna svo ég kom einhverju í verk, svo ef sólin skín enn þegar klukkan er fimm ætla ég í sunda, til að fá smá útrás og endorfínrush. Annars er enn og aftur gúrkutíð. Það styttist í sumarið og Frakklandsferðina. Ég held að þetta verði frábært sumar. Ég ætla að njóta þess. Gleðilegt sumar!

þriðjudagur, apríl 24, 2007

hel#&%is

Bílinn minn er bilaður í hundraðasta skiptið á árinu. Er að verða brjáluð á því að streða við hann en á ekki pening til að kaupa mér nýjan. Vildi bara deila þessu með ykkur!

metafiction



Rammafrásagnir geta verið mjög skemmtilegar. Nú er bara spurningin hvað eru margar Dísur í heildarrammanum? (Andvökur í prófatörn eru furðuleg fyrirbæri!)

sunnudagur, apríl 22, 2007

ég er ekki búin að gleyma ykkur!


Það er bara svo mikið að gera hjá mér við að lesa fyrir próf. Í dag fór ég samt í fermingu og borðaði ósköpin öll af gúmmelaði, slurp. Við Nói erum algjörar kleinur þessa daganna þar sem ég er heima hjá honum meira og minna og hann fær marga göngutúra á dag. Annars er bara gúrkutíð hjá mér. Lofa að skrifa þegar andinn kemur yfir mig.

mánudagur, apríl 16, 2007

Kvennagullið Nói

Nói hittir þessar sætu skvísur ansi oft úti á leikvelli. Dalmatíublendingurinn heitir Beta en hin er Aþena sem býr í kjallaranum hjá okkur. Það gengur svo mikið á þessum vinafundum að Nói er í hálftíma að mása sig niður eftir að hann kemur inn. Svo er líka heil vatnsskál slorpuð í sig með hamagangi og skvettum. Nói verður mjög fyndinn á svipinn þegar hann er þreyttur eins og sést á neðri myndinni.


Annars er mest lítið að frétta. Skólinn að kárast og lærdómurinn á hugann allan. Þegar ég tek mér hlé horfi ég á Harsh Realm og Medium. Hafið þið séð þá þætti? Mæli alveg með þeim til afvindunar eftir strembinn dag. Stuðkveðjur!

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Tuttugu og sjö ár!


Maðurinn minn á afmæli í dag. Ég er líka vonbrigðull á þessum afmælisdegi, er ekki búin að kaupa afmælisgjöf, bakaði enga köku og er veik. Við ætlum samt að fara út að borða í kvöld eða annað kvöld svo ég á séns á að bæta mig. Til hamingju með ammmælið elsku Anton minn! xxx

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Tvö ár!


Ég skammast mín alveg hreint svakalega, það er búið að vera svo mikið að gera í dag að ég gleymdi næstum að Nói minn ætti afmæli. Hann fékk enga veislu, engan pakka og ekki neina sérstaka athygli fyrr en núna klukkan 21. Þetta er hræðilegt. Í fyrra bauð önnur amman í veislu og hann fékk endalaust gotterí. Fyrir tilviljun kom hún samt í dag og spókaði sig með pjakkinn. Það er þó smá uppbót :)

mánudagur, apríl 09, 2007

Kaffi


Dásamlegur dagur. Við Hörður hittumst yfir góðu kaffi og spjölluðum heil ósköp. Það er svo langt síðan við höfum sést að við rétt tæptum á því helsta, en gaman var það. Nú er planið að halda áfram að hittast og meira að segja vera dugleg við að taka myndir saman í sumar. Það er svo skrítið að þegar maður á svona besta vin þá skiptir ekki máli hvað líður langt milli samvera, alltaf er góða tengingin til staðar.

Gæludýrið hennar mömmu er...


... aladínapinn hann Níels. Ég spjallaði smá við hann í dag. Mamma á einnig annað dýr en það er margumræddur grís sem sefur til fóta hjá henni. Kannski ég tali við hann næst þegar ég á leið ofar í götuna ;)

Normandie


Ég er að fara í afslöppun til smábæjar á Normandie strax eftir vorpróf. Við mamma ætlum að sækja Heiðu frænku heim. Ég ætla að drekka hvítvín og borða mikið af ávöxtum og góðum mat, sleikja sólina og undirbúa lokaritgerðina mína í góðum félagskap og fallegu umhverfi. Einnig ætla ég að vera dugleg að leika mér með myndavélina mína. Það er sorglegt hvað ég gef mér lítinn tíma til að sinna því áhugamáli samhliða skólanum. Það er alltaf gott að fá gulrót til að leiða sig í gegnum prófatörn, úff hvað ég hlakka til að slappa af :)

Sunshine áróður!


Sunshine er hörku vísinda-sálfræði-spennutryllir sem ég mæli með. Framsetningin er æðisleg þó sagan sé í sjálfu sér ekki ný af nálinni. Rúsibanareið með meiru - ég sat í fósturstellingum í sætinu nánast alla myndina. Fjör.

sunnudagur, apríl 08, 2007

gleðilega súkkulaðihátíð!


Súkkulaði er syndsamlega gott! Svona var ég í dag. Samt verð ég að viðurkenna að mér finnst belgískt konfekt betra en íslensk páskaegg.

Gleðilega páska öll sömul og verði ykkur að góðu ;)

föstudagur, apríl 06, 2007

yellow velvetwave

skyndibiti


Antoni er farið að leiðast að fara út að borða á dýra skyndibitastaði og segist hættur því. Ég gerði samning við hann sem segir að alltaf þegar mig langar að fara út að borða þá fái ég móðir náttúrurétt og málið er leyst, hann er ódýri, hollari og ljúffengari en flest sem hægt er að fá á snakkstöðum. Því keypti ég mér ógeðslega girnilega hnetusteik í gær, til að setja í frysti, og rétt sem heitir Gado Gado og var hann afar ljúffengur. Anton sullaði smá sósu á bakið á Nóa þannig að hann varð guldoppóttur og ég veltist um af hlátri, því þessi nýi hundur var svo spaugilegur í útliti og svo var hann líka svo rosalega hissa. Þó ég hafi þrifið dýrið mitt vel þá er samt enn þá engifer/hvítlauks/chilli lykt af honum sem mér finnst alveg hreint hið fínasta ilmvatn, hehe, og hann virðist láta sér það lynda! Hafið þið smakkað þessa rétti? Ef ekki þá er myndin krækja á matseðill þeirra, slurp!

Nói

photoeye í anda Vertov


Mér sýnist þetta vera að verða myndadagbók, hehe. Vertov er mín fyrirmynd!

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Stelpudjamm


Við Sunna beib fögnuðum tíu ára vinskap í kvöld og fórum út að borða á Galileó. Það var dásamlegt að spjalla yfir góðum mat. Við endurtökum þetta strax við næsta tækifæri. Það er svolítið sorglegt hvað fólk er lélegt að finna sér tilefni til að hittast og gera eitthvað gott saman. Ég hugsa að ég reyni að stunda meira svona stórar góðar stundir. Eins og sjá má af myndunum vorum við í góðu glensi í kvöld :) (tekið skal fram að kertið var ekki á matseðli kvöldsins!)

sunnudagur, apríl 01, 2007

Kvennapartý


Var að koma úr fimmtugsafmæli yndislegrar konu. Í boðinu voru einungis kvenmenn og það fjörutíu talsins. Ég borðaði yfir mig af belgísku konfekti og dansaði salsa. Það er nokkuð ljóst að við tengdamamma og aðrar tengdakonur þurfum að fara saman á salsanámskeið. Ég skemmti mér dásamlega. Myndirnar eru tekknar fyrr í kvöld. Varð bara að sýna ykkur hvað ég á fallegan hund, hehe :)