laugardagur, júní 30, 2007

meiri sól

Skötuhjúin voru í einskonar Fjarskankistan utan þjónustusvæðis. Þau eru á Vestfjörðum að fylgjast með víkingum fleygja gosflöskum yfir veggi ásamt öðru. Ég baðaði mig aftur úti í dag, en las frekar lítið. Anton er að fara út í kvöld en ekki ég, aldrei þessu vant, svo ég ætla að vera dugleg að læra og þrífa svo ég geti sleikt UV-geisla á morgun líka ef þeir eru í stuði. Það er ekki hægt að vera inni í svona veðri. Ég skrópa meira að segja í ræktina til að geta verið sem mest úti. Já, eins og allir vita er ég klikkuð :) Kannski ég geti platað Nóa til að koma með mér út að skokka seint í kvöld þegar hann á ekki lengur á hættu að bráðna eða fá flog í sólinni. Bætti við nokkrum nýjum tenglum á yndislegt fólk. Yfir og út.

dúndur


Tónleikar Dúndurfrétta og Sinfóníunnar voru magnaðir :) Múrinn stendur alltaf fyrir sínu :) Þetta er í fyrsta skipti sem ég sit niðri í sal í Laugardalshöll. Við sátum á besta stað, á 6. bekk fyrir miðju og enginn fyrir framan okkur. Allt var alveg geggjað gaman en samt var svoldið skrítið að það var uppselt og samt hitti ég engan sem ég þekkti. Svoldið eins og að vera í útlöndum. Ég er búin að bíða í tvo tíma eftir að fluttningi á myndum af myndavélinni yfir í tölvuna ljúki. Ég tók nefnilega myndir af Skottilotta í dag en þær voru allar ómögulegar svo þið verðið að þola eina mynd af mér í viðbót. Þetta var eina semi-eigulega myndin af 150 myndum sem smelltust af síðdegis. Í dag lá ég samt mestmegnis úti í sólinni og las heimildir. Stundum er gaman að multitaska, þegar árangurinn skilar sér á réttum stöðum. Að öðru óspurðu velti ég því fyrir mér hvað varð um Sunnu og Óla í dag. Símarnir þeirra voru utan þjónustusvæðis þegar ég reyndi að ná í þau. Kannski voru þau stödd í ormagöngum eða ytri-geymi. Allavega lýsi ég hér með eftir þeim og nota fjarhrifamátt minn til að biðja þau um að hafa samband ;)

fimmtudagur, júní 28, 2007

sólskin í hjarta


Ég held að lífið gerist ekki betra. Ég er alveg að rifna úr gleði. Nóg að gera í félagslífinu sem er frábært en ekkert gengur að vinna lokaritgerðina sem er ekki alveg jafn gott. Hvað getur maður annað en verið sæll og glaður á svona sólskinsdegi. Um daginn sólaði ég mig hjá Silju og Helgu í Mosó, í gær fórum við Inger út að borða til að fagna trúlofunum okkkar og í hádeginu í dag fór ég á Hressó með Herði og Bjartmari. Núna er ég að spá í að kíkja til Heiðu frænku og annað kvöld ætlum við Anton á Pink Floyd tónleikana í Höllini. Ég verð að fara að skipurleggja mig betur svo ég komi lærdómnum að en það er ekki glæta að ég slaki á í félagslífnu :) hehe. Ef einhver getur gefið mér nokkra aukadaga í sólahringinn eru þeir vel þegnir :) Geislandi kveðjur til ykkar allra, knús og kram!

fimmtudagur, júní 21, 2007

hamingjusöm

laugardagur, júní 02, 2007

brumm


Ég sit kannski undir stýri á svona bíl sem þú gætir séð úti í umferðinni eftir helgi! Vííí!