þriðjudagur, júlí 31, 2007

týnd :)


Rakst á þessa síðu í lokaritgerðargrúski mínu á netinu áðan. Þetta er netverslun í Sao Paulo sem selur boli og nærbuxur með flottri prenntaðri grafík, endurunninni úr vestrænni vinsældarmenningu. Þarna er m.a. hægt að fá Almodóvar boli með mynd eins og þessari hér að ofan og svo svona fínerí:


Þetta er alveg æðislega kitsch og camp, ætli þeir sendi til Íslands? Kannski ég geti bara fengið Hörð til að hanna svona flotta boli á mig, hehe :) Heimasíðan er líka flott og maður kemst vel í gegnum hana án þess að kunna neitt í portúgölsku. Er samt ekki viss um hvaða dollara verðið er gefið upp í. Líklega er þetta USA dollari, en hvað veit ég?

föstudagur, júlí 27, 2007

ógleði


Ákvað að kasta smá kveðju á ykkur í netheimum. Ég er óvenju þreytt, slöpp og pirruð í dag en er samt að reyna að læra smá. Mér gengur ágætlega en þó ekki jafnvel og þegar Lára er nálægt. Hún sendir frá sér svo góða gáfustrauma, hehe. Þetta eru nýju gleraugun mín, kann ágætlega við þau þó það glampi helst til mikið í þeim. Ef ég væri ekki svona pirruð hefði ég kannski húmor fyrir því hvað maður er asnalegur þá daga sem upprisan úr rúminu hefur eitthvað mistekist. Annars er mest lítið að frétta nema að ég hef verið iðin við að máta öll nýju yndislegu frændbörnin mín. Alla vega hlakka ég til að fagna nýjum degi, vonandi pirrslenfrí. óstuð!

sunnudagur, júlí 22, 2007

smá sigur

Í gær lék ég mér að því að skokka 10 km á undir klukkutíma. Ég stundaði 10 km hlaup hér um árið en hef ekki farið þá vegalengd í lengri tíma. Upp á síðkastið þegar ég hef verið að skokka hef ég mest farið 6 km og oft styttra af því að ég sprengi min á hraða. Kappið er svo mikið að ég spítta alltaf. En nú á ég svona fína klukku sem segir mér hvenær ég er að reyna of mikið á mig. Alla vega, gærdagurinn var sætur. Ég lýsi hér með eftir skokkfélaga! Nói er ekki of hrifinn af svona hamagangi, ég þarf alveg að draga hann á eftir mér og er ekki viss um að hann hafi gott af því svo hann fær bara að lúlla á bakinu meðan ég skokka, svo labbar hann hring með mér meðan ég næ mér niður.

miðvikudagur, júlí 18, 2007

dugleg í dag


Þetta er mynd af mér á Þjóðarbókhlöðunni klukkan 9 í morgun. Ég var svaka dugleg og sat stíft við til klukkan 17. Síðan fór ég í lóðapúl klukkan 18 og að labba með Nóa frá 19:30 til 20:30. Nú hugsa ég svo mikið um vinnu að ég á erfitt með að einbeita mér að West Wing (og það er ekki skemmtilegt nema maður einbeiti sér). Þegar maður hefur mikið að gera og er djúpt sokkinn í eigin hugleiðingar vill maður gleyma því að borða. Ég er búin að hrúga í mig snakki og óhollustu til að vega upp næringarskortinn fyrir partinn. Ég keypti mér líka nesti til að taka með á Bókhlöðuna í fyrramálið en þá eigum við Lára mót. Nú er ég búin að gera mér stíft plan út mánuðinn og get lofað ykkur að engin linkind leynist þar. Stuð...

þriðjudagur, júlí 17, 2007

I'm a believer!


Hér er annar fyrirlestur af TED ráðstefnunni sem Anton benti mér á. Verið undir það búin að missa kjálkann niður í gólf. Sum vísindi eru ótrúlegri en vísindaskáldskapur. Mér fannst hugmyndin að baki myndinni Dejavu vera alveg út í hött en ég held að ég verði að endurskoða þá afstöðu núna. Ímyndaðu þér að þú getir leitað af myndum á vefnum af Markúsartorgi í Feneyjum og svo er til hugbúnaður sem púslar öllum niðurstöðunum saman og býr til Panorama-rými sem þú getur sokkið þér inn í og skoðað öll smáatriði í krók og kima. Pixelar hvað? Hugur minn er frá sér numinn = "mindblowing"

Ég er pirrusvín, náði ekkert að læra - var ekki í stuði, og gekk illa að hlaupa - var svo pirruð að púlsinn var of hár. Er að drepast úr eirðarleysi en Anton var að koma heim til að bjarga mér. Nú er bara spurningin hverju hann fattar upp á til að gleðja mig :) Svo er það bara Bókhlaðan klukkan 9 í fyrramálið og þá verður enginn aumingjaskapur leyfður! chus...

brandari

Anton var að sýna mér skemmtilega ræðu af u-tube um árekstur menntunar og skapandi hugsunar (þið getið séð hana í gegnum hans síðu). Alla vega, ræðumaðurinn sagði nokkra brandara og mér fannst þessi einstaklega fyndinn: Þið munið öll eftir þversögninni sem snýst um hvort að eitthvað hljóð heyrist ef tré fellur í skógi og enginn er nærri? Hvað ef karlmaður tjáir sig í einrúmi og engin kona er nálægt, hefur hann samt rangt fyrir sér? Mér fannst þetta fyndið.

Í öðrum óspurðum fréttum þá sat ég allan gærdaginn með Láru á Bókhlöðunni og vann að lokaritgerðinni minni. Það gekk rosalega vel og ég áorkaði miklu. Við ætlum að fara aftur á morgun og svo á föstudaginn (annan hvern dag er planið). Í dag ætlaði ég að læra heima og núna er klukkan að verða tvo og enn hef ég ekki komið mér að verki. En nú er ég hætt að slóra og ætla að koma mér í stellingar. Almodóvar grúsk er æðislegt :)

mánudagur, júlí 09, 2007

ég lifi fyrir matarboð!

Það mætti að minnsta kosti halda það. Mér finnst alla vega rosalega gaman af þeim þessa dagana. Á mánudaginn fyrir viku komu Gunni og Herdís í kengúrufillet til okkar. Kengúran var ógó góð, mæli alveg með henni. Betri en nautalundir!!! Ég tek hiklaust bæði hrefnu og kengúru fram yfir naut núna. Við skemmtum okkur vel eins og venjulega og stefnum að því að hittast aftur áður en þau hjú fara aftur í útlegð til Danmerkur.

Á þriðjudagskvöldið fór ég í sólarlagsskútusiglingu með tengdamömmu og hennar manni. Sjá myndir á bloggi Antons. Það var alveg frábært nema ég varð sjóveik sem er ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að ég hef nánast verið sjóveik síðan. Leiðinleg saga, en ég er að fara til einhvers eyrnalæknis á miðvikudaginn að láta kíkja á jafnvægisskynið mitt og innri eyrun!

Ég lá frá þriðjudegi og þangað til á föstudagskvöld og fékk ekkert tækifæri til að hlaupa með nýju fínu græjuna sem Anton gaf mér í ástargjöf. Það er svona púls/vegalengdamælir með innbyggðum þjálfara. Við Nói prufukeyrðum apparatið í gær og líkaði mér stórvel. Ég verð í framtíðinni hálfgerður cyborgari á hlaupum, hehe.

Á föstudaginn fórum við svo í mat til tengdapabba og hans konu. Borðuðum veislukræsingar og spjölluðum langt fram á nótt. Á laugardaginn eldaði Anton hreindýrahamborgara og bauð mömmu í mat, slikkupp, og í gær fór ég í stelpugrilveislu til Láru. Hún grillaði mangótjötnei kjúlla sem var ógógóður og ég kem til með að innleiða slíka matseld inn í mína matarflóru. Svo "skellti" hún í eina köku milli þess sem hún kramdi hvítlauk í sósu og skenkti okkur stelpunum í glas. Hún kann sko að multitaska. Við MR vinkonurnar skemmtum okkur stórkostlega og ætlum að fara að hittast oftar til að slúðra um gömlu góðu dagana og nýju skandalana. Á fimmtudagin ætlum við að hittast í lunch og á föstudaginn ætlum við að djamma.

Eins og sjá má hef ég engan tíma til að vinna að lokaverkefninu mínu :( ég er bara upptekin við samkvæmislíf og veikindi. En nú verð ég að "bretta upp hendurnar," þetta gengur ekki lengur. Ég er búin að segja sjálfri mér að eg ég sé dugleg að vinna geti ég alveg réttlæt frábært skemmtanalíf og matarsukk. Það stefnir allt í að þetta verði yndislegasta sumar í mínum minnum :)