Það mætti að minnsta kosti halda það. Mér finnst alla vega rosalega gaman af þeim þessa dagana. Á mánudaginn fyrir viku komu Gunni og Herdís í kengúrufillet til okkar. Kengúran var ógó góð, mæli alveg með henni. Betri en nautalundir!!! Ég tek hiklaust bæði hrefnu og kengúru fram yfir naut núna. Við skemmtum okkur vel eins og venjulega og stefnum að því að hittast aftur áður en þau hjú fara aftur í útlegð til Danmerkur.
Á þriðjudagskvöldið fór ég í sólarlagsskútusiglingu með tengdamömmu og hennar manni. Sjá myndir á bloggi Antons. Það var alveg frábært nema ég varð sjóveik sem er ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að ég hef nánast verið sjóveik síðan. Leiðinleg saga, en ég er að fara til einhvers eyrnalæknis á miðvikudaginn að láta kíkja á jafnvægisskynið mitt og innri eyrun!
Ég lá frá þriðjudegi og þangað til á föstudagskvöld og fékk ekkert tækifæri til að hlaupa með nýju fínu græjuna sem Anton gaf mér í ástargjöf. Það er svona púls/vegalengdamælir með innbyggðum þjálfara. Við Nói prufukeyrðum apparatið í gær og líkaði mér stórvel. Ég verð í framtíðinni hálfgerður cyborgari á hlaupum, hehe.
Á föstudaginn fórum við svo í mat til tengdapabba og hans konu. Borðuðum veislukræsingar og spjölluðum langt fram á nótt. Á laugardaginn eldaði Anton hreindýrahamborgara og bauð mömmu í mat, slikkupp, og í gær fór ég í stelpugrilveislu til Láru. Hún grillaði mangótjötnei kjúlla sem var ógógóður og ég kem til með að innleiða slíka matseld inn í mína matarflóru. Svo "skellti" hún í eina köku milli þess sem hún kramdi hvítlauk í sósu og skenkti okkur stelpunum í glas. Hún kann sko að multitaska. Við MR vinkonurnar skemmtum okkur stórkostlega og ætlum að fara að hittast oftar til að slúðra um gömlu góðu dagana og nýju skandalana. Á fimmtudagin ætlum við að hittast í lunch og á föstudaginn ætlum við að djamma.
Eins og sjá má hef ég engan tíma til að vinna að lokaverkefninu mínu :( ég er bara upptekin við samkvæmislíf og veikindi. En nú verð ég að "bretta upp hendurnar," þetta gengur ekki lengur. Ég er búin að segja sjálfri mér að eg ég sé dugleg að vinna geti ég alveg réttlæt frábært skemmtanalíf og matarsukk. Það stefnir allt í að þetta verði yndislegasta sumar í mínum minnum :)