sunnudagur, október 07, 2007

Hvaða myndir unnu á RIFF?

Furðulegt, lokahófið og verðlaunaafhendingin var í gær en bara er búið að tilkynna opinberlega um verðlaun kirkjunnar. Var engum blaðamönnum boðið á viðburðinn, eru allir svo þunnir í dag að þeir hafa ekki rænu á að deila með gestum hátíðarinnar niðurstöðunum. Svo voru áhorfendaverðlaun veitt en mér leikur forvitni á að vita hvaða áhorfendur fengu að kjósa, ekki ég a.m.k. og ég fór á 23 myndir. Annars er ég mjög ánægð með herlegheitin, vildi óska að ég hefði getað séð enn fleiri myndir, þetta eru búnir að vera yndislegir 10 dagar, verst hvað ég hef vanrækt allt annað á meðan. Ég verð að bæta Nóa upp fyrir sinnuleysið á komandi vikum og vera extra dugleg að mæta í leikfimi. Svo þarf ég að setja alla umframorku í lokaritgerðina mína núna, þetta hangs gengur ekki lengur, forgangsröðun er efst á dagskrá :)